Heimili og skóli - 01.02.1949, Síða 6
2
HEIMILI OG SKÓLI
Ég veit, að Hannes minnist alltaf
dvalar sinnar í Eiðaskóla með ánægju
og þakklæti. Og hafi hann verið óráð-
inn í, hvaða ævistarf hann ætti að velja
sér áður en hann fór í Eiðaskóla, vissi
hann nú fyllilega, hvert halda skyldi.
Hann vildi verða kennari og gekk í
Kennaraskólann tvo næstu vetur og
lauk þaðan kennaraprófi vorið 1923.
í kennaraskólanum kynntist hann hin-
um ágæta skólamanni, séra Magnúsi
Helgasyni, og fékk á honum miklar
mætur.
Nú hefjast starfsár Hannesar sem
kennara. Og það var engin tilviljun,
að hann valdi kennslu að ævistarfi.
Það var í fyllsta samræmi við eðlis-
hætti lundarfars hans og hneigða.
Enda hef ég fáa menn þekkt, sem unn-
ið hafa kennslustörf sín af meiri
ánægju og alúð.
Fyrsta kennsluár sitt var hann far-
kennari á Fellsströnd í Dalasýslu, 1923
—24. Þá var hann ráðinn að barnaskól-
anum á Fáskrúðsfirði, og var hann þar
kennari í 6 ár, frá 1924—30. Um störf
hans á Fáskrúðsfirði í félagsmálum
verður síðar getið.
Arið 1930 fluttist Hannes liingað til
Akureyrar og hefur starfað hér við
barnaskólann síðan, fyrst sem kennari,
svo yfirkennari og nú tvö síðustu árin
skólastjóri.
Þetta er í fáum orðum hinn ytri
rammi í ævi Hannesar. En um mann-
inn sjálfan, eðli hans, hugðarmál og
störf mætti margt segja, og skal hér
drepa á fátt eitt.
Hannes er í eðli sínu hugsjónamað-
ur og hefur lagt mörgum góðum mál-
um lið. Hann er snjall ræðumaður og
ritfær í bezta lagi. Hann hefur yndi af
að fræða aðra. Hann virðist því vera
einn af þeim hamingjusömu mönn-
um, sem hafa lent á réttri hillu í líf-
inu.
Af áhugamálum hans ætla ég fyrst
að nefna uppeldismálin. Þau eiga hug
hans heilan og óskiptan. Einkum hef-
ur hann áhuga á bættu siðgæðisupp-
eldi, og skilur réttilega, hve örlaga-
ríkt það er fyrir þjóðina. Hann hefur
lesið mikið um uppeldismál og verið
á fjölda kennaranámskeiða bæði sem
þiggjandi og veitandi. Auk þess var
liann á norrænu kennaranámskeiði í
lýðháskólanum í Askov sumarið 1937
og kynnti sér þá starfshætti í dönskum
barnaskólum. Hann hefur átt sæti í
stjórn Kennarafélags Eyjafjarðar frá
stofnun þess, en eins og kunnugt er,
hefur það félag staðið fyrir mörgum
kennaranámskeiðum fyrir norðlenzka
kennara. Þá hefur hann skrifað fjölda
greina í blöð og tímarit um uppeldis-
mál.
Fyrir sjö árum var hann upphafs-
maður þess, að Kennarafélag Eyja-
fjarðar hóf útgáfu á „Heimili og
skóla“ til að ræða uppeldismál við for-
eldra og kennara. Hefur hann verið
ritstjóri þessa tímarits frá byrjun, og
ber því að þakka honum fyrst og
fremst vinsældir þess. Eins og kunn-
ugt er, hefur hann sjálfur skrifað
mikið í ritið og lagt mikla rækt við
allan frágang þess.
Þá hefur Hannes kynnt sér mikið
hin nýju sjónarmið í uppeldisvísind-
um og hagnýtt sér það úr þeim, sem
honum hefur þótt horfa til bóta. Hann
beitti sér á sínum tíma fyrir aukinni
vinnubókargerð í barnaskólum og
ýmsum öðrum verklegum störfum í