Heimili og skóli - 01.02.1949, Síða 8
4
HEIMILI OG SKÓLI
BALDVIN
RINGSTED,
tannlœknir:
Nokkur orð um
tennur og tannskemmdir
Þegar barnið er 6—8 mán., tekur
það sínar fyrstu tennur. Það eru 2 mið-
framtennurnar í efri og neðri góm.
Síðan koma tennurnar hver af annarri,
þangað til barnið er tveggja ára, eða
rúmlega það, þá á það að hafa tekið
allar sínar tennur, sem eru 20 að tölu.
Barnstennurnar eru veikbyggðar og
hætt við skemmdum, og er nauðsyn-
legt að hafa gott eftirlit með þeim og
hirða þær vel. Merghol barnstannanna
er tiltölulega stórt, þannig, að lítil
skemmd í tönn kemst fljótt inn í merg-
inn og veldur tannverk. Æskilegast
væri að gera við tönnina áður en tann-
verkur gerir vart við sig, þá er aðgerð-
in auðveldari og tekur styttri tíma.
Fyrsta fullorðinstönnin, sem barnið
tekur, er jaxl, sem kemur aftan við
barnsjaxlana. Þessi jaxl er kallaður 6-
ára jaxlinn, því að hann kemur, þegar
barnið er 6 ára, eða á sjöunda ári. Þessi
jaxl er líka nefndur lykill að hinu rétta
samanbiti, því að með vexti hans, við-
þriggja frumsamdra barnabóka, sem
hann hefur samið. Bækur þessar eru:
„Sögurnar hans pabba“ (1946), „Sög-
urnar hennar mömmu“ (1947) og
„Sögurnar hans afa“ (1948). Áður var
vitað, að Hannes var vel ritfær, en
með bókum þessum hefur hann sýnt,
að hann er einn af snjöllustu barna-
bókarhöfundum landsins. í bókum
þessum er túlkaður hollur, siðrænn
boðskapur fyrir börn.
Ég hef starfað með Hannesi við
Barnaskóla Akureyrar í 15 ár. Ég hef
því kynnst kostum hans sem skóla-
manns og starfsfélaga. Og þegar ég nú
vil skýra frá, hvað einkenni einkum
skólastarf hans, þá er það skyldurækni
ltans og ábyrgðartilfinning. Hann
lætur einskis ófreistað, til þess að
skólastarfið geti borið sem mestan og
beztan árangur. Og alltaf er hann
jafn viðmótsgóður og samvinnuþýð-
ur, hvað sem að höndum ber.
Kvæntur er Hannes Solveigu Ein-
arsdóttur frá Seyðisfirði, hinni ágæt
ustu konu. Þau eiga ánægjulegt heim-
ili og fjögur mannvænleg börn.
A þessum tímamótum í ævi hans
vil ég flytja honum með línum þess-
um beztu árnaðaróskir frá Kennara-
félagi Eyjafjarðar, Sambandi norð-
lenzkra barnakennara og samstarfs-
mönnum við Barnaskóla Akureyrar.
Ég óska honum til heilla og hamingju
með næsta áfanga og þakka honum
öll hans störf í þágu æskunnar í land-
inu.
Eiríkur Sigurðsson.