Heimili og skóli - 01.02.1949, Qupperneq 10
HEIMILI OG SKÓLI
Sigurður Gunnarsson
SKÓLABÖRN OG SKÓGRÆKT
Allir þeir, sem eitthvað fylgjast með
því, sem gerist í þjóðlífi okkar, vita, að
skógræktarmálunum hefur mjög fleygt
fram á hinum síðustu árum. Félög
hafa verið stofnuð í fjölmörgum
hreppum landsins, málum þessum til
framdráttar, og er sú skoðun óðum að
ryðja sér til rúms, að það sé ekki aðeins
hægt að græða upp gömul og eydd
skóglendi með friðun, heldur sé þegar
fengin vissa fyrir, að hægt sé að rækta
hér víðlenda nytjaskóga. Er því hér um
stórkostlegt þjóðhagsmunamál að
ræða, og ætti hverjum þeim, sem heita
vill hollur þegn, að vera metnaðarmál
að leggja skógræktarmálunum lið. —
Því er heldur ekki að neita, að margir
áhugamenn hafa orðið til að leggja
hönd á plóginn, og ýmsir komið all-
miklu í framkvæmd. En engum einum
manni er þó jafnmikið að þakka þann
árangur, sem náðst hefur og skógrækt-
arstjóranum, Hákoni Bjarnasyni.
Hann er óþreytandi í baráttunni fvrir
þessum málum: að skipuleggja störfin
heima, afla dýrmætarar reynslu erlend-
is frá og brjóta á bak aftur hégiljur og
hleypidóma skammsýnna landa okkar.
Stéttarfélag barnakennara hefur
fylgzt af áhuga með þeim árangri, sem
náðst hefur á sviði skógræktarmálanna
tennurnar voru afar slitnar. sem benti
til þess, að þeir höfðu tuggið harða
fæðu.
á síðustu árum. Þau mál hafa verið
rædd á mörgum þingum þess, og fjöldi
kennara látið í ljós áhuga til aukinna
starfa og þá jafnframt lýst trú sinni á
framtíð íslenzkra skóga. Hafa umræð-
urnar m. a. hnigið mjög að því, hvort
ekki ætti að taka skógræktina í þjón-
ustu uppeldisins og gera hana að lög-
bundnum lið í skólakerfi þjóðarinnar.
Hafa margir fært að því gild rök, að
bæði kennarar og nemendur mundu
taka þessum nýja starfsþætti með hin-
um mesta fögnuði. Sýnt hefur verið
fram á, að skógræktarstörfin hefðu, —
eins og ræktunarstörf yfirleitt, — mik-
ið uppeldislegt gildi, og mundu svo
þar að auki verða beinlínis til þess, að
auka áhuga hinna ungu þegna í þess-
um efnum, og að öllum líkindum
margra hinna fullorðnu líka.
Niðurstaða umræðna barnakennar-
anna varð sú, eins og ýmsum mun
kunnugt, að skorað var eindregið á
fræðslumálastjórnina, á uppeldisþing-
inu 1947, að beita sér sem fyrst fyrir
því, að skógrækt verði gerð að fösturn
þætti í starfsemi barnaskólanna.
Hér í Húsavík hefur verið starfandi
skógræktarfélag frá því vorið 1943.
Eitt af því, sem vakað hefur fyrir for-
ráðamönnum þess frá upphafi, er ein-
mitt skógrækt með börnum og ungl-
ingum. En vegna innflutningserfið-
leika og annarra óviðráðanlegra or-