Heimili og skóli - 01.02.1949, Síða 12

Heimili og skóli - 01.02.1949, Síða 12
8 HEIMILI OG SKÓLI Að loknu starfi. hundruð plöntur, en það var sú plöntutala, sem við höfðum til um- ráða.-----Eftir nokkra hvíld og rabb um hitt og þetta, var haldið heim á leið og nú lagt land undir fót. Allir voru glaðir og ánægðir og léttir í spori. Þóttist ég geta lesið í hverju andliti, að þessum tíma hefði verið vel varið. — Komið var heim kl. 21. Þegar ég, seint um kvöldið, lét hug- ann reika til atburða liðins dags, til þessarar fyrstu skógræktarferðar barna- skólanema í Húsavík, fann ég glöggt, að vonir þær, sem ég hafði gert mér, höfðu í engu brugðizt. Börnin höfðu augljóst yndi af starfinu og sýndu við það lagni og nákvæmni, svo sem bezt varð á kosið. Þá strengdi ég þess heit, að meðan ég starfaði við þessa stofnun, skyldu elztu nemendurnir, að minnsta kosti, gróðursetja nokkrar plöntur á hverju vori. Það væri þúsund sinnum betur þegið, — þúsund sinnum líf- rænna, en margt af því þurra bók- námsstagli, sem við bjóðum hinum ungu nemendum. — Þessi dagur sann- færði mig um, að börn geta auðveld- lega unnið þessi störf, með leiðsögu fullorðinna, og með því unnið merki- leg þjóðnytjastörf, þótt ung séu. Hann sannfærði mig um, að áskorun uppeld- ismálaþingsins 1947 var rétt: skógrœkt á að verða fastur liður i starfsem'i is- lenzkra barnaskóla, — og helzt allra skóla landsins. Fanney, ársrit fyrir börn. Útgefandi: Ei- ríkur Baldvinsson. Fyrir nokkrum árum kom út mjög vinsælt barnatímarit með þessu nafni, sem hefur nú legið niðri um mörg ár. Nú er Fanney komin af stað á ný í fallegum búningi og flytur sögur, leiki og ævintýri o. m. fl. ásamt fjölda mynda.

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.