Heimili og skóli - 01.02.1949, Síða 18

Heimili og skóli - 01.02.1949, Síða 18
14 HEIMILI OG SKÓLI Öll börn, sem send eru til athug- unar, eru greindarprófuð, og komi það í ljós, að örðugleikarnir séu einkum greindarskorti að kenna, lenda börnin ekki í lestrarbekkjum, heldur í hjálp- arskólunum, sem einnig hafa sérstaka lestrarbekki. í venjulegum lestrarbekkjum eru aðeins börn með almenna greind, greindarvísitölu 90 eða meira. Árið 1946-47 var greind barnanna í lestrarbekkjunum þannig: G. V. Barnafjöldi 90- 94 172 95- 99 265 100-109 488 110-119 183 120-129 51 130-139 3 Alls 1162 Börn þau, sem hafa G. V. 90 eða meira, eru síðan prófuð með ýmiss konar stöfunar- og lestrarprófum. Þegar öllum prófunum er lokið, er á- kveðið, livort barnið á að fara í lestr- arbekk eða hljóta einhverja aðra sér- meðferð undir eftirliti sálfræðinga. Lægsta bekkjarstig lestrarbekkjanna er í ár 2. bekkur og hið hæsta 8. bekkur. Börn, sem eiga við sérstaklega illkynjaða lestrarörðugleika að etja, geta þannig verið í lestrarbekkjum þangað til þau útskrifast úr skólanum. Unglingaskólar borgarinnar hafa sér- stakar deildir við hæfi þeirra, sem gengið hafa í lestrarbekk og eiga erfitt updráttar á þessu sviði. Skólasálfræðingar á skólasálfræði- skrifstofunni hafa eftirlit með lestrar- bekkjunum og prófa börnin annað veifið, til þess að fylgjast með þroska þeirra. Þegar barnið er komið svo langt, að hæfilegt sé að flytja það aft- ur í venjulegan bekk, er það tafar- laust gert. Árið 1947 voru 122 börn flutt úr lestrarbekkjunum í almenna bekki. Af þessum 122 höfðu 18 geng- ið í lestrarbekk í eitt ár, 64 í tvö ár, 25 í þrjú, 12 í fjögur og 3 í fimm ár. ' Þótt börnin séu komin í almenna bekki, er fylgzt með skólaörlögum þeirra, en oftast gengur þó allt vel í almenna skólanum. Einstöku sinnum kemur fyíir, að þótt barnið hafi náð lestrarleikni sökum hinna góðu að- ferða, sem notaðar eru í lestrarbekkj- unum, geta þau ekki fylgzt með venju- legum bekk, þar sem nemendafjöld- inn er tvöfaldur; ef svo fer, lendir barnið aftur í lestrarbekk. I lestrarbekkjunum eru að öllum jafnaði 16 börn. Kennararnir, sem kenna þar, hafa hlotið sérmenntun, en engin sérstök kennsluaðferð er á- skilin. Hver kennari reynir að byggja á þeim grundvelli, sem honum og nemendunum hentar bezt, með tilliti til þarfa hvers einstaklings, sem í bekknum er. Sökum þessa aðferða- frelsis er ókleyft að lýsa kennslunni í lestrarbekkjum Kaupmannahafnar, aðeins má benda á, að kennslan er að miklu leyti einstaklingsbundin. Oftast fara börn, sem eru afturúr í lestri, aftur í almenna bekki að öðr- um lestrarbekk loknum, enda er það æskilegast. Börn í öðrum bekkjum, sem ekki geta fylgzt með í lestrarnám inu fara beint yfir í samsvarandi bekk í lestrarbekkjunum, svo framarlega sem rúm er þar, annars verða þau að

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.