Heimili og skóli - 01.02.1949, Síða 23
HEIMILI OG SKÓLI
19
REGLA OG ÓREGLA
í skáldsögu sinni „Ljónharður og
Geirþrúður“ segir Pestalozzi frá þjófi,
sem sagði við böðulinn, þegar hann
var að fara í gálgann: „Ef faðir minn
hefði aðeins kennt mér að hengja föt-
in mín snyrtilega á snagann á hverju
kvöldi, þá stæði ég ekki hér nú.“ Á
bak við þessi orð felst löng og sorgleg
saga, — saga um það, að hið stærsta og
ægilegasta á oft rót sína að rekja til
hinnar minnstu vanrækslu, beinlínis
vegna þess, að sérhver venja sýkir frá
sér, hvort sem liún er góð eða vond.
Og ef til vill er ekki til sú venja, sem
sýkir eins mikið allar hugsanir og at-
hafnir mannanna, og óregla. Ef aðeins
einn hestur, sem er í orustu, snýr við
og flýr, fær það svo mjög á hina, að
þeir snúa við fíka. Og aðeins einn
maður, sem hefur upp fánann og sæk-
ir aftur fram, getur oft kornið því til
leiðar, að flýjandi herdeild nemur
staðar. Á líkan hátt er því varið með
éreglu og hirðuleysi. Ef við framkvæm-
um aðeins eitt hlutverk, sem okkur er
trúað fyrir, hroðvirknislega og kæru-
leysislega, eða þegar við, á hirðulaus-
an hátt, köstum frá okkur klæðnaði
okkar, hefur það fælandi áhrif á all-
ar okkar athafnir og stöðvar þær á
miðri leið. En ef við leggjum okkur
fram við þau störf, sem við tökum að
okkur, er sem öll sú bezta orka, sem í
okkur býr, fái byr undir báða vængi.
Þið skiljið kannske bezt, hvað ég á við,
«f ég reyni að lýsa fyrir ykkur, hvernig
larið hefur smám saman að stefna í
óheillaátt fyrir þjófnum, sem ég tal-
aði um. Ég hugsa mér sögu hans eitt-
livað á þessa leið: Hann kastaði fötun-
um sínum hirðuleysislega allt í kring
um sig, og þessi venja sýkti allt, sem
hann tókst á hendur, eins og farsótt.
Bókatöskunni sinni kastaði hann í
pappírskörfuna. Skóna setti hann í
gluggakistuna. Hálslínið var kringum
blekbyttuna. Sokkarnir lágu á borð-
inu og stílabækurnar á þvottaborð-
inu. Söngbókina hafði hann lagt á
ofninn, og þar fann hann hana um
kvöldið, næstum ónýta af völdum hit-
ans. Enginn hlutur var lagður á sinn
rétta stað, heldur þar, sem af hend-
ingu var hægt að koma honum fyrir.
Smám saman gagntók þessi sjúkleiki
allt líferni hans og lifnaðarháttu. Ef
hann var spurður um, hvað komið
hefði fyrir í skemmtiferð, sem hann
hafði tekið þátt í, hirti hann ekki um
að segja frá viðburðunum í réttri röð,
eða skýra nákvæmlega frá því, sem
fyrir liann hafði komið. Þegar hann
hafði ákveðið að hitta einhvern, kom
hann alltaf of seint. Hann hirti ekki
um að lialda loforð sín, ekki vegna ills
innrætis, heldur vegna þess, að hann
hafði ekki reglu á nokkrum hlut. Ef
liann átti að fara í sendiferð fyrir for-
eldra sína, gleymdi hann að skila pen-
ingunum, sem hann hafði fengið til
baka, eða hugsaði sem svo, að það
skipti engu máli með nokkra aura.
Eitt sinn sagði pabbi hans við hann,
að það væru svik. Þá varð hann skelk-