Heimili og skóli - 01.02.1949, Qupperneq 25

Heimili og skóli - 01.02.1949, Qupperneq 25
HEIMILI OG SKÓLI 21 menn til bana, baktalað og vanrækt, án þess að það hefði hinar alvarleg- ustu afleiðingar? Hugsið ykkur til dæmis móður, sem færi alltaf með morgunverð og stílabækur sonar síns í skólann, þegar hann gleymdi að fara með það, eða sem tók á sig sökina, þeg- ar hann af slæpingshætti gleymdi hinu eða þessu. Haldið þið, að hann mundi nokkuð þakka lienni fyrir þetta, þegar hann eltist og vitkaðist? Ætli hann áliti ekki heldur, að hún hefði komið í veg fyrir, að afleiðingarnar af verkum hans og framkomu fengju hann til að átta sig og bæta ráð sitt í tíma? — Ná- kvæmlega á sama hátt er líka hægt að spyrja: Getum við raunverulega óskað þess, að það hefði alls engar alvarlegar og sorglegar afleiðingar fyrir okkur, að sóa kanske mörgum árum til einskis? Getum við óskað þess, að móðir Nátt- úra væri svo óreglusöm, að hún gleymdi að „bóka“ slíka vanrækslu, eða þá að hún drægi fjöður yfir það, sem hún hefði „bókað“ af einskærri mildi við okkur? Mundum við þá ekki verða alveg áttavillt og fyrirhyggju- laus og vanta alla aðstoð til þess að ganga á hinum réttu leiðum lífsins? Eins og nóttin kernur á eftir deginum, þrumur á eftir eldingunni og uppsker- an eftir sáningunni, þannig er ein at- höfn mannsins nákvæm og miskunnar- laus afleiðing annarrar. Víst er um það, að þetta hefur sína miklu kosti. Og kostirnir eru þeir, að ef við temj- um okkur góðar og heilbrigðar venj- ur, skerum við upp blessunarríkar af- leiðingar. — Hugsið ykkur, að þið gengjuð snyrtilega frá fötunum ykkar á hverju kvöldi, og árangurinn af því yrði sá, að þið yrðuð enn þá hirðu- lausari en nokkru sinni fyrr. Þá mundi enginn skilja neitt í neinu. Það líktist því, að ef bóndi sáði hveiti uppskæri hann aldinbora. — Nei, það er lán fyr- ir okkur, að lög móður Náttúru eru svo ströng og miskunnarlaus. Annars gæti maðurinn ekkert hagrætt fyrir framtíðina, ekki íhugað neitt, ekki treyst á neitt og því jafnvel ekki verið jafnoki mauranna, sem safna þó forða til vetrarins. Við skulum því vera hin- um „stranga og reiða guði“ þakklát, því að eftir hans eilífu lögmálum, vex líka og dafnar hið góða og sanna, ef við aðeins önnumst um það og varð- veitum það. Nú skulum við tala um nokkrar venjur, sem hafa góða reglu í för með sér. Við höfum þegar talað um að leggja fötin snyrtilega frá okkur. Hér veltur allt á smáatriðunum. Eg hefi þekkt dreng, sem öðru hverju fékk hálfgerð æðisköst vegna þess, að hann þráði svo mjög að hafa allt í röð og reglu. Svo var hann að laga til allan daginn. En daginn eftir var allt aftur eins og í gripahúsi. Hann hafði ekki hugsað um, að í hverju sem er verður að byrja á því smæsta. Ef við erum ó- hirðusöm í því smæsta, þá er alveg gagnslaust að taka vel til aðeins í eitt skipti, því að það snertir einmitt stóru atriðin, ef þau smáu eru vanrækt. Sá, sem vill vera reglusamur, verður fyrst og fremst að læra að setja allt, sem liann hefur notað, á réttan stað. Hann verður að setja hattinn á snagann, tösk- una á stólinn, regnhlífina í hólfið, bækurnar í hilluna o. s. frv. Og þegar hann fær bréf, er bezt að setja umslag- ið strax í pappírskörfuna, en láta það ekki liggja sundurtætt á skrifborðinu.

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.