Heimili og skóli - 01.10.1951, Page 5

Heimili og skóli - 01.10.1951, Page 5
Heimili og skóli TIMARJT UM UPPELDISMAL 10. árgangnr September—Október 1951 5. hefti SNORRI SIGFÚSSON: Sparifjársöfnun í skólum (Útvarpserindi). Fyrir 12 árum ræddi ég hér; útvarp- inu stutta stund um sparifjársöfnun í skólum. Um þetta var og nokkuð ritað um þær mundir, bæði af mér og öðr- um, og virtist þá ýmsum ráðamönnum þjóðarinnar mál þetta nokkurs vert. En s. 1. 12 ár hefur margt gerzt, heims- styrjöld geysað, gullstraumur flotið að landinu og horfið í skyndi, dýrtíð og kreppa orðið ríkjandi á ný, en þjóðin fleytt sér áfram á náðarbrauði. Sagt er og, að allar lánsstofnanir séu tómar, fáir leggi þar inn fé, fáir spari. Á hinn bóginn er lánsfjárþörfin, eins og eðli- legt er, þár sem ótal margt þarf að gera, og sumt ærið fjárfrekt. Raunar er þetta ástand tæpast ann- að en eðlileg alieiðing af öllu okkar háttalagi, — eyðslan mikil að flestra dómi, en fátt eða ekkert gert til þess að örva og hvetja til sparnaðar, en menn eltir með sköttum af fé því, sem þeir kunna að hafa sparað saman og lagt í sjóð, svo að ekki sé nú talað um stöðuga rýrnun þessa sparifjár, vegna verðgildisbreytinga og dýrtíðar. Allt þetta hlýtur að vera ærið og alvarlegt umhugsunarefni öllum sæmilegum mönnum, og þá ekki sízt þeim, sem tekið hafa að sér forystuhlutverkin í þjóðlífinu. Það er augljóst mál, að ef við eigum að bjargast af eigin framtaki og ráð- deild, ef við eigum að halda fjárhags- legu sjálfstæði, ef spariféð á að aukast, þarf einhver uppeldisleg viðleitni að hefjast með þjóðinni, og þá fyrst og fremst meðal þeirra, sem landið eiga að erfa, meðal barna og unglinga. Væri máske rétt að spyrja sem svo, hvort þess væri nokkur þörf, hvort við, sem einstaklingar og heild, séum eyðslusamir og óráðsseggir, eða hvort okkur sé a. m. k. nokkuð ábótavant í þeim efnum, er að skynsamlegum sparnaði lúta. En þá er auðvitað bezt, að hver svari þar fyrir sjálfan sig. Um hitt verður varla deilt, að eins og áður var vikið að, sé þess þörf að ala heild- ina upp til meiri ráðdeildar. Fyrir nokkrum árum var hér á ferð útlendur hagfræðingur. Hann mun hafa skyggnzt um í þjóðlífi okkar og séð margt og athugað, sem við veitum oft litla athygli eða enga. Dómur hans um okkur var sá, að við værum eyðslu- samir úr hófi fram, og sé það þjóðar-

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.