Heimili og skóli - 01.10.1951, Qupperneq 6

Heimili og skóli - 01.10.1951, Qupperneq 6
82 HEIMILI OG SKÓLI löstur. Taldi hann nauðsyn bera til að ala þjóðina upp til meiri ráðdeildar. Hugsandi mönnum kemur þetta ekki á óvart. Og raunar ætti öllum að vera það ljóst, og er það sennilega, að við eigum langt í land með að kunna þá list að fara vel og viturlega með þá fjármuni, sem við höfum með hönd- um. En sé það svo, þá hlýtur að vera einsætt, að skólarnir komi þar til skjalanna. Þeir eru liið almenna og opinbera tæki, og eiga samkvæmt eðli sínu að hafa auga á og áhuga á öllu því, sem hinum vaxandi þegn má verða til heilla og heildinni til gagns og sæmdar. Ýmsir skólar munu að vísu hafa haft einhverja sparifjársöfnun innan sinna vébanda við og við, en sem almennt uppeldislegt atriði og sem almennt átak hefur það ekki orðið, enda hefur þar hver baukað í sínu horni og sinn með hverri aðferðinni. En þetta þarf að verða skólanna mál, og það er það meðal nágrannaþjóðanna. Englendingar veita þessum þætti uppeldisins mikla athygli. Þeir hafa sínar aðferðir þar sem víðar. Sjóðir þeirra eru eins konar kennslutæki, og reikningskennslan öll mjög í sam- bandi við verðmæli og verðgildi og praktiskt viðhorf. Þetta er allt skemmtilega fléttað inn í margt náms- efni barnanna. Það má því raunar segja, að þeir hafi beina kennslu í skólunum í sparsemi og skynsamlegri ráðdeild. Þessa þyrftum við líka. En ég held, að fyrirkomulag þessa starfs á Norðurlöndum muni henta hér betur, enda er það meira í samræmi við þá litlu starfsemi, sem hér hefur sums staðar verið. Danir eru, eins og kunungt er, ein hin ráðdeildarsamasta þjóð. Sparifjár- söfnun í barnaskólunum þar á sér all- langa sögu, og hefur unnið þjóðinni mikið gagn að þeirra dómi. Fyrir- komulagið er yfirleitt þannig, að sparifénu er safnað öll skólaárin, og fá börn, sem þess óska, það fé útborgað fermingarárið, eða þegar skólaskyld- unni lýkur. En vitanlega tekur fjöld- inn allur ekki féð, heldur sparisjóðs- bókina og safnar áfram í hana. Hafa þeir á þennan hátt safnað miklu fé. Þjóðin hefur líka komið þessum mál- um hjá sér á traustan grundvöll og sýnt með því, hvers hún metur starf- semina. Allir sparisjóðir barnaskól- anna hafa sameiginlega miðstöð og stjórn, og situr hún í Nyköbing. Það- an fá barnaskólarnir allt, sem þeir þurfa að nota við framkvæmdina í skólunum, og þangað senda þeir aðal- skilagrein tvisvar á ári. Þessi miðstöð er því hinn raunverulegi stjórnandi allrar sp.arifjárstarfsemi skólanna og í nánum tengslum og samstarfi við fræðslumálastjórnina og bankana, og þá að sjálfsögðu við forráðamenn hvers skóla. -1 byrjun hvers skólaárs sendir hver skóli frá sér svohljóðandi ávarp inn í hvert nýtt heimili, sem við bætist: Til heimilanna. Skólinn liefur með höndum spari- fjársöfnun í því augnamiði að venja börnin á rétta meðferð fjármuna og kenna þeim að geyma þá smáskildinga, sem þau komast yfir og þau eru svo gjörn á að eyða, ekki aðeins til ónauð- synlegra hluta, heldur einnig sjálfum sér til tjóns.

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.