Heimili og skóli - 01.10.1951, Blaðsíða 7

Heimili og skóli - 01.10.1951, Blaðsíða 7
HEIMILI OG SKÓLl 83 Nauðsyn á sparsemi verður smátt og smátt augljósari, og mun nú raunar viðurkennd a£ öllum. En eigi áhrifa til meiri sparnaðar að gæta í þjóðlíf- inu, verður að byrja að liafa áhrif á börnin. Kæruleysi barna í peninga- sökum og eftirlitsleysi með eyðslu þeirra, getur orðið undirrót og orsök nautnasýki, sem skaðar eðlilegt sam- band þeirra við heimilið, truflar hugs- unarferil þeirra og áhugaefni, og veld- ur þeim tjóni við námið. Nautnasýki barnsins magnast svo venjulega með unglingsárunum, veldur einstaklingn- um tjóni og sýkir að lokum þjóðlífið allt. Listin að spara er að neita sér um nautn, sem augnablikið býður, forðast óþarfa eyðslu, til þess að geta geymt fjármuni þangað til þeirra þarf nauð- synlega með til eins eða annars, sem hefur hagræna og varanlega þýðingu fyrir líf manna. Sé hægt að hafa áhrif á börn og unglinga til skynsamlegrar meðferðar á fjármunum, eru þau á ýmsan hátt brynjuð gegn margs konar freistingum, og með því veittur veiga- mikill styrkur í leit og sókn til heilla- vænlegrar framtíðar. Þess vegna væntir skólinn þess, að heimilin skilji nauðsyn þessa máls, hina fjárhagslegu og siðlegu hlið þess, og þann uppeldislega ávinning, er það býr yfir. Hann óskar þess, að foreldr- arnir styðji fast að því, að börnin komi til skólans með þá aura, sem þeim áskotnast, og leggi þá í sjóðinn, en sparisjóður skólans er í samstarfi við hina opinberu sparisjóði og banka, og ávaxtar fé sitt hjá þeim. Með þessu starfi vill skólinn reyna að hjálpa til að skapa heilbrigðan grundvöll, til að byggja á fjárhagslegt og menningarlegt líf æskunnar, sem síðar á að ráða ríki voru, og því er þess vænzt, að heimilin vinni einnig að því að treysta þann grundvöll, vegna sjálfra sín, barnanna og þjóðarinnar allrar. Þetta var ávarp dönsku skólanna til heimilanna. Þessi sparifjársöfnun skólanna dönsku er ekki alls staðar framkvæmd með sama hætti eða sniði. Sumir skól- ar nota enn spjöld og merki, sumir bækur og stimpla, en hvort tveggja er talið fremur þungt í vöfum, og tek ég undir það álit af nokkurri reynzlu. Sambandsstjórn sjóðanna er því í stöð- ugri leit að hentugra fyrirkomulagi við framkvæmdina, og hefur á þann hátt smátt og smátt gert bana einfald- ari og haganlegri. Og það síðasta, sem komið hefur fram í þessari leit, er kassi, sem látinn er standa á daginn á borði kennarans í skólastofunni. Þessi kassi er úr tré, rúmlega 40 sm. á lengd, 20 sm. á breidd og 6 sm. á dýpt. Á loki kassans eru rifur, nægilega langar og breiðar til þess að koma öllum teg- undum myntar niður um, en undir hverri rifu er teningslöguð blikkdós, 4 sm. á kant. Eru þannig 30—36 rifur á loki kassans og jafnmargar blikkdósir í honum, og er þá miðað við það, að varla séu fleiri börn í skólastofu en 30 —36. Allar rifurnar á lokinu er tölu- settar, og hefur blikkdósin undir hverri rifu sama númer og rifan. Hef- ur þá hvert barn sitt númer. Og er það vill leggja aura i sjóðinn, gengur það að kassanum og lætur aurana falla um rifuna, sem ber þess númer. Á vissum tímum er svo kassinn opnaður í viður-

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.