Heimili og skóli - 01.10.1951, Side 8

Heimili og skóli - 01.10.1951, Side 8
84 HEIMILI OG SKÓLI vist barnanna, er fá að telja aura úr sínu hólfi, og síðan upphæð hvers barns færð inn í bók þess. Fær svo barnið bókina við og við til að sýna hana heima. Svíar hafa mjög rækt þessa hlið upp- eldisins í skólum sínum. Söfnunarað- ferð þeirra er svipuð og hjá Dönum. Þeir hafa haft merki og spjöld, en liafa nú tekið upp kassa, svipaða þeim, sem lýst var hjá Dönum, en þeir hafa þá fremur úr málmi en tré. Og það má til marks um það vitna, hvers virði Svíar telja þessa starfsemi skólanna, að nú í sumar var námskeið haldið í Uppsala- háskóla í þessum efnum, og sóttu það kennarar frá Noregi og Danmörk, auk Svía. Þar var ýtarlega um þessi mál rætt, gefnar margs konar leiðbeining- ar um framkvæmdirnar, fluttir hag- fræðilegir fyrirlestrar og mjög hvatt til víðtækarar starfsemi á þessum vett- vangi. — En þótt Svíar séu þarna framarlega, munu þó Danir standa þeim framar, sem m. a. má sjá af því, 'að í sínum höfuðsjóði hafa Svíar ekki nema um 6 milljónir króna, en Danir rúmar 5 milljónir, þótt færri séu að mun en Svíar. Þetta mál er allt svo mikilsvert, að við hljótum að veita því sérstaka at- hygli. Um rúman tug ára höfðum við sparifjársöfnun við barnaskólann á Akureyri. Tilgangurinn var vitanlega sá, að hafa nokkur áhrif á börnin til skynsamlegrar ráðdeildar, en sparifé sitt áttu þau svo að fá fermingarárið. Þetta gekk yfirleitt vel, þangað til gullflóðið dundi á okkur. Við notuð- um merki og pappaspjöld. Hver kenn- ari safnaði í sínum bekk, en heildar- gjaldkeri sjóðsins sá um, að reiknings- færzlan væri í lagi, og að féð væri ávaxtað á tryggum stað. Þótt þetta fyrirkomulag, merkin og spjöldin, sé vel nothæft, þá má þó segja, að það sé fremur þungt í vöfuin og við það bundin allmikil skrif- finnska. Þess vegna hef ég veitt eftir- tekt því, sem nágrannar okkar hafa hafzt að í þessum efnum, og nú tel ég, að kassarnir séu hentugustu áhöldin, og því sé rétt að taka þá upp, ef við viljum hefja þetta starf fyrir alvöru. Og sé svo, að við viljum gera alvarlegt, uppeldislegt átak í þessu máli, ætti sparifjársöfnunin ekki að vera bund- in við barnaskólana eina, heldur ná líka til unglingaskólanna, þannig, að unglingurinn héldi söfnuninni áfram í unglingaskólunum, og þeir, sem ekki kærðu sig um að fá sparifé sitt ferm- ingarárið, gætu fengið það við lok unglingaprófs, eða gagnfræðaprófs, en auðvitað hvattir til að geyma það enn lengur og halda áfram að leggja fé til hliðar til fullorðinsára. í stuttu máli vildi ég mega leggja frarn eftirfarandi tillögur: 1. Tekin verði upp sem víðtækust sparifjárstarfsemi í skólum landsins. 2. Yfirstjórn fræðslumálanna, eða bankarnir, eða þessir aðilar í samein- ingu leggi fram stofnkostnað, sem að sjálfsögðu verður nokkur. Hann er einkum fólginn í því, að leggja til sparikassa, með líku sniði og þá, sem nefndir eru hér að framan, en þá má að sjálfsögðu fá miklu ódýrari í fjölda- framleiðslu en ef hver baukaði út af fyrir sig, og auk þess yrði að sjálf- sögðu meiri trygging fyrir því, að starfsemin yrði almennari og víðtæk- ari.

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.