Heimili og skóli - 01.10.1951, Qupperneq 14

Heimili og skóli - 01.10.1951, Qupperneq 14
90 HEIMILI OG SKÓLl í 5. bekk byrjar biblíulestur, sem er einn þáttur kristinfræðikennslunnar eftir það. Biblíulesturinn er yfirleitt vinsæll meðal barnanna. Að sjálfsögðu er ekki farið yfir mik- inn liluta Biblíunnar, t. d. tvo eða þrjá stærstu spámennina og eitthvað af Nýja testamentinu. En þar sem biblíu- lestur krefst ætíð tilvitnana í fleiri rit Biblíunnar, kynnast börnin henni þó allri nokkuð. Læra a. m. k. hvað ritin heita og hvar þau er að finna. Auk þess eignast hvert einstakt barn oftast sína eigin biblíu. Þá er guðsþjónustan útskýrð fyrir börnunum í elztu deildunum og ætl- ast til, að þau læri t. d. að gera grein fyrir eftirgreindum þáttum hennar: 1. Hverjar eru tvær hliðar guðsþjón- ustunnar? 2. Hvað er beðið um í hljóðu bæn- inni? 3. Hvað kallast fyrsta verkið, sem forsöngvarinn spilar? 4. Hvað heitir fyrsti sálmurinn, sem er sunginn? 5. Hvað þýðir pistill? 6. Hversu margar eru tekstaraðirn- ar? 7. Frá hvaða postula höfum við hina postullegu blessun? 8. Hvernig er hún? 9. Hvað er hápunktur guðsþjónust- unnar? 10. Hvar finnum við hina drottinlegu blessun í Biblíunni? 11. Hvað heitir verkið, sem forsöngv- arinn spilar síðast? Norskir kennarar nota sér ýmsar að- ferðir, til að auðvelda kristinfræði- kennsluna, en í barnaskólunum ber einna mest á vinnubókagerð, og það þegar í yngstu deildunum. Börnin klippa út myndir og líma inn, sá ég að notast var við alls konar myndir, t. d. gömul jólakort. Þá teikna börnin og skrifa inn vers og ritningarstaði, sem við eiga. Sá ég ljómandi fallegar vinnubækur unnar þannig af börnunr í 2. bekk. Þá vakti einnig athygli mína eldri barnahópurinn. Bekknum er skipt í flokka. Fær hver flokkur ákveðið verkefni, sem hann skal kynna sér vel heima og afla mynda o. fl. I kennslustundinni fær svo flokkur- inn stóra pappírsörk, sem gjarnan er fest upp á vegginn. — Einn úr flokkn- um er foringi og reynir nri yá, hvað hugmyndaríkur hann er að vinna úr því, sem hinir hafa lagt til, en vitan- lega nýtur flokkurinn einnig aðstoðar kennarans. Og ef vel tekst, er unnið af kappi: klippt út, límt inn, teiknað og skrifað, og þá breytist pappírsörkin fljótt í fallega mynd, sem inniheldur efni sögunnar, sem var verkefni flokksins. Þar sem oftast mun vera nóg fyrir kennarann að hafa einn slíkan flokk að starfi í einu, sitja hin börnin gjarn- an á sínum stað og fullgera vinnubók- arverkefni eða þ. u. 1. — Myndast oft skemmtileg keppni milli flokka og enginn lætur sitt eftir liggja. — Þá ér þetta einkar hentugt til að skreyta með stofurna t. d. fyrir jólin. En það, sem mér finnst einna nrest einkenna kristindómsfræðslu Norð- manna er, að kristnu fræðin skal ekki

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.