Heimili og skóli - 01.10.1951, Blaðsíða 15

Heimili og skóli - 01.10.1951, Blaðsíða 15
HEIMILI OG SKÓLI 91 A villugötum Árlega eru haldin mörg mót og nám- skeið norrænna kennara um ýmis eíni kennslu-, uppeldis- og skólamála. — Dagana 16,—21. júní síðastliðinn var eitt slíkt námskeið haldið í Uppsölum í Svíþjóð, og voru þar mættir 170 skólamenn frá Norðurlöndunum þremur, en enginn mun þar hafa verið frá íslandi. Námskeiðið var haldið í Uppsalaháskóla, en í honum eru um 5000 stúdentar, svo að þar eru húsa- kynni góð. Viðfangsefni þessa námskeiðs var aðallega eitt: Sparnaðaruppeldi ýop- dragelse til ökonomi). Þarna fluttu kenna eins og sögulega fræðigrein, heldur fyrst og fremst kjarnann, sem hún geymir. Kennararnir eru hvattir til að leggja sem mesta vandvirkni í kennsluna og að fara aldrei óundirbúnir í tíma. Kristinfræðitímarnir skulu ávallt vera þannig, að um brot af guðsþjón- ustu sé að ræða, og öll skólaárin skal þess gætt, að bænin í byijun eða enda tímans gleymist ekki. Að lokum vil ég bæta því við, sem kennari nokkur sagði við mig: „Við vitum ekki, hvort bcirnin varð- veita áfram þá barnatrú og öryggi, sem skapazt við að kenna þeim kristindóm- inn á þennan hátt. En það vitum við, að ábyrgðin hvílir á okkur og enginn má fara á mis við það á æskuárunum, að læra að þekkja Guð og biðja hann.“ fyrirlestra margir frexnstu skólamenn Svía um ýmsa þætti þessa yfirgrips- mikla máls, en mesta athygli mun þó hafa vakið erindi Fritz Anderssons, sem er yfirmaður allrar sparifjárstarf- semi sænskra barnaskóla. Hann er tal- inn gagnkunnugur þessum málum af ferðum sínum um þvert og endilangt landið, og mynd-sú, er hann gefur af eyðslusemi Svía, er því ekki glæsileg. En myndi ekki ýmislegt af því, sem hann bendir á> einnig geta átt við víðar? „Land vort er að verða einna líkast einu allsherjar Tívolí,“ segir hann. „Skemmtanafýsnin fer hraðvaxandi, og í kjölfar hennar sigla afbrotin. Hvers vegna er það talið einna sjálf- sagðast, þegar skólabörn úr sveitunum koma til Stokkhólms, að sýna þeim Tívolí?“ spyr hann. „Hvers vegna ekki heldur að sýna þeinx hið and- lausa og einhliða starf verksmiðjuiðn- aðarins og hin lélegu húsakynni, sem verksmiðjufólkið á við að búa? Kann- ske það gæti eitthvað dregið úr því að- dráttarafli, sem stórborgirnar hafa, er sogar til sín æskulýð sveitanna.“ „Það er algjörlega rangt, þegar reynt er að gera lítið úr því, að unga fólkið leggur sig í mikla andlega, líklega og siðferðilega hættu nú á tímum,“ segir hann. „Afbrot æskunnar eru að verða eitt af hinum mestu þjóðfélagsvanda- málum, og það hefur því stórkostlega, uppeldislega þýðingu, að reisa þar ein- hverja rönd við. En því miður eru þeir

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.