Heimili og skóli - 01.10.1951, Side 24
100
HEIMILI OG SKOLI
efni, en þetta einkennir einmitt guð-
spekina. Nú beitir guðspekin sér fyrir
friðarmálunum um lreim allan.
Guðspekin heldur því fram, að öll
hamingja sé fólgin i okkar eigin eðli.
Það eigi hver og einn að rækta, ef
hann vill verða gæfusamur. Fyrst og
fremst beri hverjum og einum að
hlúa að guðdómsneistanum í eigin
sál með einhverjum andlegum iðk-
unum.
Rannsaka þarf því eðli barnanna
til að geta hlúð að góðum hæfileikum,
en upprætt misjafnar hneigðir. Skal
nú skýrt frá því, hvernig geislafræðin
skiptir mönnum í sjö mismunandi
flokka, og hvað foreldrar og kennarar
geta af því lært við uppeldi barna.
Talið er, að guðdómurinn birtist
aðallega með sjöföldum hætti í tilver-
unni. Þessi guðdómlegu frumöfl birt-
ast sýnilega í hinum sjö litum sólar-
Ijóssins. Þau eru einnig að verki í
hverjum manni, en venjulega er eitt-
hvert eitt þeirra sterkast og mest ráð-
andi. Veldur þetta mismunandi skap-
gerðum. Hver manngerð hefur sína
eiginleika. Eftir þessu er mönnum
skipt í sjö flokka, og eru þeir kenndir
við hina sjö mismunandi geisla eða
liti sólarljóssins.
Talið er, að þegar fræðari tekur að
sér nemanda í Austurlöndum, byrji
hann á því, að ákveða til hvaða flokks
nemandinn teljist, til að geta séð hvers
konar fræðsla honum henti bezt.
Kennarar og foreldrar skilja það allra
manna bezt, iiversu mikils virði það
er, að þekkja sálræna eiginleika
barna. Og þar sem nútíma vísindaleg-
um rannsóknum er ekki til að dreifa,
getur svo farið, að hin gamla austræna
aðferð geti komið einhverjum að liði
og orðið efni til íhugunar. Því er drep-
ið á þetta efni hér. Mun ég nú skil-
greina þessar sjö manngerðir lauslega,
og helztu einkenni hverrar um sig.
Fyrsti geislinn er rauður að lit. Það
er geisli stjórnandanna, allra þeirra,
sem mannaforráð hafa, konungar, for-
setar, ráðherrar, forustumenn bæjar-
og sveitarfélaga og stærri atvinnu-
stofnana. Eðli þessarar manngerðar er
ráðríki og hugrekki. Þetta eru menn,
sem gæddir eru sterkum vilja, sem
aldrei þolir neina kúgun. Ef þeir eru
í þjónustu annarra, verða þeir helzt að
gefa sig í þá þjónustu af frjálsum vilja,
annars er hætt við alls konar árekstr-
um. Ef við skyggnumst í mannkyns-
söguna, virðast þeir Napóleon og Hitl-
er hafa tilheyrt þessari manngerð.
Helztu gallar þessara manna er það,
að þeim er hætt við drambi og stæri-
læti.
Ef eitthvert barn er ríkt af þessu
eðlisfari, ber uppalendum að varast að
beita það kúgun, en fá það með skyn-
samlegum fortölum til að gera það,
sem til er ætlast, því að þessi mann-
gerð lætur ekki kúgast.
Annar geislinn er gulur að lit. Þetta
er geisli kærleikans. Hugsjónir þessa
flokks eru eining og bræðralag. Þeir
þrá að starfa að fræðslu og mannúðar-
störfum. Þetta er því geisli fræðar-
anna. Þessi flokkur manna er hlýr og
kærleiksríkur í viðmóti. Oft eru þeir
trúhneigðir, en þó frjálslyndir í þeim
efnum og ekki bókstafsbundnir. Þeir
hafa yndi af að fræða aðra og miðla
þeim þekkingu. Helztu gallar annars
geisla mannsins er bráðlyndi og reiði-
girni.