Heimili og skóli - 01.12.1961, Page 6

Heimili og skóli - 01.12.1961, Page 6
122 HEIMILI OG SKÓLI Sálfræé iskrifstofur skóla Sálfræðileg og uppeldisleg ráðgjafa- starfsemi í skólum og fyrir foreldra hefur á síðustu áratugum orðið sjálf- saorður os; fastur liður í fræðslukerfi margra landa, a. m. k. í V.-Evrópu og Ameríku. Danmörk var eitt af fyrstu löndunum, sem byggði upp þessa þjónustu, en síðan hefur þróunin orð- ið ör, einkum í enskumælandi lönd- um. Skólamenn á íslandi hafa á síðustu árum oft leitað eftir því við yfirvöld, að leiðbeiningarstarf af þessu tagi yrði rekið hér. Nýlega tók til starfa á veg- um Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur sálfræðideild skóla. Sú deild á að gegna sama hlutverki og „Skolepsyko- logiske kontorer" á Norðurlöndum, þ. e. reka uppeldislega og sálfræðilega leiðbeiningastarfsemi fyrir börn og unglinga á fræðsluskyldualdri, svo og kennara og foreldra. Hlutverk sál- fræðiskrifstofu skóla er því fyrst og fremst á sviði kennslu og uppeldis. Þess skal getið jafnframt í þessu sam- bandi, að geðverndarstofnun hefur og verið sett á stofn í Reykjavík, og er hún deild í Heilsuverndarstöð Reykja- víkur. Verksvið hennar er rannsókn og meðferð á taugaveikluðum börnum einkum innan skólaskyldualdurs og fyrirbyggjandi geðverndarstarf yfir- leitt. Hér á eftir verður stuttlega drepið á nokkur atriði tun sálfrxðiskrifstofur skóla, helztu verkefni þeirra, stærð þeirra miðað við barnafjölda og skipu- lag. Nokkur munur er frá einu landi til annars á skipulagi og uppbyggingu sálfræðiþjónustu fyrir skólana. Sá munur er helztur, að í sumum lönd- um hafa uppeldis- og sálfræðingar starfað innan eins skóla eða fleiri og í einstaka tilfellum kennt þar líka, en annars staðar hefur leiðbeiningarstarf- ið verið byggt upp út frá einni mið- stöð, börnin komið þangað, en starfs- menn skrifstofunnar heimsækja skól- ana, svo sem tími og aðstæður leyfa. Það er einkum í Danmörku, sem fyrri hátturinn hefur tíðkazt. Þó mun þetta fyrirkomulag ekki hafa þótt gef- ast þar alls kostar vel. Jónas Pálsson.

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.