Heimili og skóli - 01.12.1961, Page 7
HEIMILI OG SKÓLI
123
Gallinn er einkum sá, að einn sér-
fræðingur án verulegs samstarfs við
aðra, einangrast í starfi. Vandkvæði
barnanna eru mar«vísle£r og1 einn mað-
ur á erfitt með að sérhæfa sig á mörg-
um sviðum.
Víðast er skipan sú, að myndað er
„team“ eða samstarfshópur sálfræð-
inga eða uppeldisfræðinga og félagsráð
gjafa (social workers).
Eitt „team“ er venjulega skipað
tveimur uppeldisfræðingum eða sál-
fræðingum, einum félagsráðgjafa og
auk þess skrifstofustúlku. Þá vinnur
jafnan læknir (helzt barnageðlæknir)
6—8 tíma á viku við stöðina og rann-
sakar þau börn, er þurfa þykir. Þetta
starfslið í samræmi við það. Verkefni
skólabörn. í Reykjavík eru um 10—11
þús. börn á fræðsluskyldualdri, svo að
hæfilegt starfslið á sálfræðiskrifstofu
skóla þar væri skv. þessu 4—5 uppeldis-
fræðingar eða sálfræðingar og annað
starfslið í sambandi við það. Verkefni
jiessara leiðbeiningastofnana er fyrst
og fremst athugun á einstiikum börn-
um að beiðni foreldra og kennara og
síðan ráðgefandi viðtöl við þessa að-
ila. Þótt beiðni komu frá skólunum,
er venja að leita samþykkis foreldra
fyrir athugun, enda bæði rannsókn og
leiðbeining að mestu háð góðu sam-
starfi við foreldra. Yfirleit er fræðsla
fyrir foreldra og náið samstarf við þá
einn af hymingarsteinum starfsins.
Hér skulu aðeins til glöggvunar nefnd
nokkur atriði frá starfi sálfræðiskrif-
stofu skóla í Drammen, sem talin er
rekin með ágætum, en barnafjöldi í
umdæmi hennar hliðstæður því, sem
verið gæti á íslandi. Undir skrifstof-
una heyra um níu þúsund skólabörn.
Sveitirnar umhverfis bæinn taka þátt
í rekstri hennar. Bömunr frá sveita-
skólunum í kring er vísað til skrifstof-
unnar og starfsmenn hennar koma í
heimsókn í skólana á ákveðnum tím-
um, auk þess sem skólastjóri og kenn-
arar ræða málin í síma við sérfræðing-
ana. Hálf faun starfsmanna eru greidd
af bæjarfélögum, en helmingur af ríki.
Um helmingur umsókna um athugun
kemur beint frá foreldrum og sýnir
það glöggt, hve starfið hefur unnið sér
gott álit og tiltrú foreldra. Á skrifstof-
unni starfa þrír uppeldisfræðingar eða
sálfræðingar og einn í hálfu starfi. Er
einn þeirra sérhæfður í „klínískri“
sálarfræði, hinir í uppeldislegri sálar-
fræði. Þá er einn félagsráðgjafi, ein
skrifstofustúlka og læknir 6—8 stundir
á viku. Samtals gerir þetta 5\/, starfs-
mann og var þó ekki talið fullnægja
þörfinni.
Sálfræðiskrifstofur skóla sinna auk
rannsókna á einstökum börnum ýms-
um heildarverkefnum í þágu skóla- og
fræðslustarfsins. Má þar fyrst nefna
umsjón með notkun og hagnýtingu
þroskaprófa fyrir byrjendur. Nokkur
undanfarin ár hafa þroskapróf verið
lögð fyrir þau börn í Osló, sem ekki
hafa náð skólaskyldualdri, en foreldrar
óska eftir að hefji skólanám. í allmörg-
um bæjum á Norðurlöndum eru þessi
próf lögð fyrir öll börn, sem hefja
skólanám. Einkum mun þetta algengt
í Svíþjóð og þar hafa verið settir á
stofn „skólaþroskabekkir“ fyrir börn
þau, sem mest eru á eftir um þroska.
Þessir bekkir fyrir óskólaþroska börn
eru að mestu með leikskólasniði, þótt
blandað sé inn í beinni kennslu síðari
bluta vetrar.