Heimili og skóli - 01.12.1961, Qupperneq 8
124
HEIMILI OG SKÓLI
í Reykjavík og Kópavogi ha£a und-
anfarin ár verið gerðar tilraunir með
notkun þroskaprófa, aðallega Levin-
prófið sænska og þótt gefa dágóða vís-
bendingu. Sl. haust var prófið lagt
fyrir í öllum barnaskólum Reykjavík-
ur og niðurstöður voru hagnýttar að
nokkru, en annars er notkun prófanna
enn á tilraunastigi. Nokkrir kennarar
hafa fengið þjálfun í notkun prófanna
og eru trúnaðarmenn urn meðferð
þeirra, en sálfræðideildin hefur um-
sjón með verkinu. Prófheftin eru
brennd strax og úr þeim hefur verið
unnið, en niðurstöður varðveittar sem
trúnaðarmál hjá sálfræðideild skóla
og eingöngu í rannsóknarskyni. Tek-
ið skal skýrt fram, að ekki má rugla
þessum þroskaprófum, sem eru hóp-
próf, saman við einstaklingsgreindar-
próf. Þroskaprófin gefa aðeins óná-
kvæma vísbendingu, sem gagnleg get-
ur verið, þegar um mikinn fjölda
barna er að ræða og kennarar þekkja
ekki neitt til. Skólaþroskapróf geta
orðið einn af hyrningarsteinum undir
sálfræðilegu leiðbeiningastarfi í skól-
unum, þegar fram líða stundir.
Aðalverkefni sálfræðiþjónustunnar
er að sjálfsögðu rannsókn á einstökum
börnum, sem eiga í erfiðleikum. Hér
er ekki rúm til að rekja, hvernig þeirri
rannsókn er hagað í einstökum atrið-
um, aðeins tekið frarn, að grundvöllur
rannsóknarinnar er í rauninni trúnað-
arsamband sérfræðinganna við for-
eldra barnsins og það sjálft, auk náinn-
ar og góðrar samvinnu við kennara
barnsins og skólastjóra, ef erfiðleik-
anna gætir á þeim vettvangi. Af þessu
leiðir, að mjög er mikilvægt að með
allar upplýsingar sé farið sem algert
trúnaðarmál.
Erlendis, þar sem sérstakir hjálpar-
bekkir eru starfræktir, eru börn, sem
þá sækja, jafnan athuguð á sálfræði-
skrifstofum skólanna. Sama máli gegn-
ir með börn, sem vegna hegðunar-
vandkvæða eru óhæf í almennum
bekkjum og því send í sérbekki fyrir
slík börn eða heimavistarskóla. Þá má
nefna almenna upplýsinga- og fræðslu-
starfsemi meðal kennara og foreldra,
sem er mikilvægur þáttur. Einnig
koma til greina sérverkefni eins og t.d.
leiðbeining fyrir örfhent börn. Þess
má geta, að í Drammen bauð sálfræði-
skrifstofan foreldrum að koma með
öll börn, sem voru örfhent, til athug-
unar, áður en skólanám hófst og leið-
beindi hversu með skyldi farið eftir
því, hve eiginleikinn var ríkjandi hjá
barninu.
Um starf sálfræðideildar skóla í
Reykjavík skal ekki fjölyrt hér að
þessu sinni. Við deildina vinna nú þrír
sálfræðingar, þar af tveir fastráðnir.
Þá starfar geðlæknir 4 stundir á viku
við deildina, en auk þess er einn sál-
fræðinganna með sérmenntun á sviði
geðrænna vandamála hjá börnum.
Starfið er að sjálfsögðu enn í mótun
varðandi skipulag og starfshætti og
hlýtur svo að verða um nokkur fyrstu
árin. Aðsókn er sem vænta mátti mjög
mikil bæði frá skólunum og beint frá
foreldrum. Tekið skal fram, að barn
er aldrei rannsakað að beiðni kennara
eða skólastjóra, nema að fengnu sam-
þykki foreldra og raunar beinu frum-
kvæði þeirra, þótt skólinn bendi þeim
í upphafi á nauðsyn þess að athuga,
hvað valdi erfiðleikum barnsins.