Heimili og skóli - 01.12.1961, Page 10
126
HEIMILI OG SKÓLI
Nokkur
niiimíngarorá
um
Jón Kristfánsson, kennara
Þann 20. nóvember sl. andaðist í
Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri
Jón Kristjánsson kennari á 86. aldurs-
ári. Jón var fæddur að Miðsitju í
Blönduhlíð 16. jan. árið 1876. For-
eldrar hans voru þau hjónin Kristján
bóndi Þorsteinsson, seinna á Þver-
brekku í Öxnadal, og kona hans Hall-
dóra Þóra Rósa Jónsdóttir frá Þverá
í Holtshreppi í Skagafirði.
Hann ólst upp á Miðsitju og naut
kennslu hjá sr. Birni Jónssyni á Mikla-
bæ árin 1890—92. Hugur hans stefndi
mjög til kennslustarfa. Árið 1909 sótti
hann kennaranámskeið í Reykjavík og
árið 1920—21 var hann óreglulegur
nemandi í Kennaraskólanum. Hann
hóf kennslu í Akrahreppi í Skagafirði
haustið 1908 og kenndi eftir það á
ýmsum stöðum í Skagafirði og Eyja-
firði samfleytt til 1938. Eftir það mun
hann hafa kennt mörg ár heima hjá
sér. Kirkjuorganisti mun hann hafa
verið allt frá 1908—50, nálega sam-
fleytt.
Árið 1898 kvæntist hann fyrri konu
sinni, Rannveigu Sveinsdóttur frá
Varmavatnshólum og áttu þau saman
fimmtán börn. Sum þeirra dóu í
bernsku, en tíu munu vera á lífi.
Jón valdi sér kennarastarfið, eitt
hið lægst launaða í þjóðfélaginu. Það
lætur því að líkum, að oft var þröngt
í búi hjá þeim hjónum með allan
þennan barnahóp. En alltaf ríkti samt
gleði á því heimili. Rannveig kona
hans var fágætlega lífsglöð kona þrátt
fyrir alla sína erfiðleika, barnamissi og
fátækt. Jón var einnig glaðlyndur og
tók á öllum erfiðleikum með æðru-
leysi og karlmennsku. En börnin kom-
ust upp og urðu nýtir menn. Konu
sína missti Jón árið 1928. Þá voru
yngstu börnin enn í ómegð.
Árið 1932 kvæntist Jón í annað
sinn góðri konu, Sigrúnu Jóhannes-
dóttur frá Miðhúsum í Eyjafirði, og
bjuggu þau lengi á Espigrund í sömu
sveit og vegnaði þar vel. Síðustu árin