Heimili og skóli - 01.12.1961, Side 12
128
HEIMILI OG SKÓLI
tjón á sálu sinni? En það er einmitt
þetta, sem hér hefur gerzt.
Það er sífersk hamingja, að eiga allt-
af hæfileikann til að hlakka til. Það
gerir hinn snauða ríkan. Það gerir
betlarann að konungi. Það gerir harm-
kvælamanninn að hetju.
Þessi guðagjöf er ferskust og yndis-
legust hjá barninu, og þar eru til-
hlökkunarefnin óþrjótandi — nema
þér verðið eins og börn, munuð þér
alls ekki komast inn í himnaríki. Það
þarf eitthvað af eðli og hjartalagi
bamsins til að varðveita eld tilhlökk-
unarinnar. Það er andleg og líkamleg
heilsubót að tilhlökkuninni. Hún ger-
ir lífið síungt og sífrjótt, og þó eru til-
hlökkun og lífsleiði vaxin upp úr sama
dulardjúpinu — mannlegum tilfinn-
ingum. En sá er munurinn, að til-
hlökkunin og allir aðrir herskarar
skyldra tilfinninga er sprottin upp úr
ræktuðu tilfinningalífi, en lífsleiðinn
og allir hans fylgifiskar, er sprottinn
úr óræktuðu tilfinningalífi. Það gerir
gæfumuninn.
Margt bendir til þess, að þeim
mönnum fari fjölgandi, sem þjást af
lífsleiða og öðrum andlegum kvillum,
og ber margt til þess.
Tvær heimsstyrjaldir og þó einkum
sú síðari, skildi eftir heim flakandi í
sárum. Ekki aðeins sundurtætta lík-
ami, heldur einnig hruninn heim hug-
sjóna og vona. Geðheimur mannkyns-
ins stóð einnig flakandi í sárum. Menn
sáu hrynja í rúst flest það, sem þeir
höfðu trúað á — frelsi, réttlæti, bræðra-
lag. Mörgum þótti, sem sjálfur guð
hefði brugðizt. Það hrikti í burðar-
ásum sjálfra trúarbragðanna.
Þetta er kannski mesta áfallið, sem
ræktun skapgerðar og tilfinninga hef-
ur fengið á síðari árum. Sú saga á sér
þó lengri aðdraganda. Alla 20. öldina
og raunar lengur, hefur verið lögð ná-
lega einhliða áherzla á að rækta mann-
vit og afla efnislegrar þekkingar í þágu
tækni og raunvísinda. Þetta er raunar
eðlileg afleiðing efnishyggjunnar, sem
leggur undir sig heiminn um svipað
leyti.
Mannvit og þekking eru þanin til
hins ýtrasta, og stendur svo enn, og
það er engin tilviljun að obbinn af
þessari orku mannvitsins hefur beinzt
að því, að finna upp ný drápstæki og
gereyðingarvopn. Þetta er bein afleið-
ing af þeirri órækt, sem komin er í til-
finningalífið. Enginn kann tveimur
herrum að þjóna, segir máltækið. Ann-
ars virðist ekkert vera því til fyr-
irstöðu, að þetta tvennt geti farið sam-
an, ræktun vitsmuna og þekkingarleit,
og ræktun tilfinningalífsins, þótt
svona hafi farið.
Upplýstur nútímamaður veit allt
um efnisheiminn. En hvað veit hann
um sjálfan sig og þá orku, sem býr
með honum sjálfum? Hvað veit hann
um samband tilfinningalífsins og
sinnar eigin og annarra hamirigju?
Hvað veit hann um andlega heilsu-
vernd, sem fyrst og fremst er fólgin í
heilbrigðu tilfinningalífi? Hann veit
margt um líkamlega heilsuvernd, þó
margir lifi óheilbrigðu lífi þrátt fyrir
það, en hann veit harla lítið um þau
Iögmál, sem ráða hans eigin sál, og
hann veit lítið um með hvaða hætti
hans eigin skapgerð mótast. Þar velt-
ur ekki mest á mannvitinu og hinni
almennu þekkingu, þótt hvort tveggja