Heimili og skóli - 01.12.1961, Side 14

Heimili og skóli - 01.12.1961, Side 14
130 HEIMILI OG SKÓLI gleymsku og gerfigleði í nautn á- fengra drykkja? Hvaða skynsamleg á- stæða er fyrir slíkum flótta? Ungt fólk hefur aldrei lifað við betri ytri kjör. Lífið virðist lei'ka við það. Mikil fjár- ráð, menntun, allsnægtir, frelsi. Hvað vantar það? Það hlýtur að vera einhver innri vöntun. Þar er eitthvert autt tóm, sem þarf að fylla. Það gagnar ekkert að jagast og hneykslast, heldur leita lækninga við sjúkdóminum. Hér er einhver veila eða vöntun í tilfinn- ingalífinu. Er það kannski í trúarlíf- inu, sem þessarar auðnar gætir? Hvað sagði skáldið? Hve verður sú orka ör- eigasnauð, sem aldrei af trú er til dáða kvödd? Heilbrigt tilfinningalíf þróast bezt við einfalda lífsháttu. Flóttinn frá náttúrunni og sveitalífinu á þama efa- laust einhverja aðild. Fletir lífsins eru þar færri og skýrari. Jafnvægi og kyrrð sveitalífsins slær inn í mannleg brjóst. Margbreytileiki þéttbýlisins verkar truflandi á þjóð, sem lifað hefur þús- und ár í kyrrð og friði sveitanna. Þar spretta tilfinningarnar fram eins og lind í fjallshlíð, lygnar og kyrrlátar. Þær eru eins og náttúran, sjálfri sér samkvæmar. Stundum byljóttar eins og norðanhríðarnar, en í annan tíma mildar og kyrrar eins og sólarlagið og vorkvöldin. í sveitunum lifir enn í fullu gengi tilhlökkun barnsins, hrein og tær. Það er einhver dásamlegasta til- finningin, sem grær í mannlegum brjóstum. Þessi ósvikna tilhlökkun virðist mörgum vera að þurrkast út í bæjum og kaupstöðum, þar sem íburð- urinn setur víða mark sitt á daglegt líf. Það er ekki óalgengt að börnin fái þar t. d. armbandsúr í afmælisgjöf eða aðrar álíka verðmætar gjafir. Hvað eiga þau börn að fá í fermingargjöf? Til hvers eiga slík börn að hlakka? Börn, sem ganga daglega með peninga í vösunum og geta veitt sér t. d. bæði sælgæti og skemmtanir. Það er verið að taka öll tilhlökkunarefni frá börn- unum okkar í dag. En þegar svo er komið, að börn og unglingar kunna ekki lengur að hlakka til, hefur verið tekinn frá þeim einhver mesti sætleiki bernskuáranna. Stóru trompunum hefur verið slegið út of snemma. Og það er eitt af einkennum vorra tíma, að foreldrar hafa ríka tilhneigingu til að leyfa bömum sínum að lifa lífi full- orðinna og temja sér lífshættu þeirra. Kannski vegna þess, að hátrompum bernskuáranna hefur öllum verið sleg- ið út. Þetta veldur því truflun á til- finningalífinu. Barnið er komið á undan sjálfu sér. Hinn dásamlegi strengur, sem túlkar gleðina hefur verið ofþaninn svo með ótímabæru eftirlæti á ýmsum sviðum, að hann hef- ur misst hæfileikann til að verma og lýsa ungar sálir, um það leyti, sem lífsfögnuðurinn á að standa sem hæst. Myndi ekki tómleikinn, sem margt ungt fólk þjáist af nú á tímum stafa að einhverju leyti af því, að bikarinn hefur verið tæmdur of snemma, jafn- vel í botn? Þá má benda á eitt, sem sveitabörn- in hafa í ríkara mæli en kaupstaða- börnin, en það er samlífið við dýrin. Sú sambúð vekur alltaf ást og samúð- arkennd hjá börnum. Hundar, kettir, lömb og folöld hafa gegnt merkilegu hlutverki í lífi barna og unglinga frá ómunatíð, og orkað jákvætt á tilfinn-

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.