Heimili og skóli - 01.12.1961, Qupperneq 16

Heimili og skóli - 01.12.1961, Qupperneq 16
132 HEIMILI OG SKÓLI meðalmenn til að tala um þessa hluti, en allir vita þó meira um þessi mál en unglingarnir sjálfir. Þarna megurn við ekki gefa þeim steina fyrir brauð. En vita unglingarnir mikið um þessa hluti og aðra slíka, er þeir hverfa með öllu úr skólunum okkar? F.g held að það sé einhver mesti styrkur lýðháskólanna dönsku, að þeir leggja rækt við tilfinningalífið. Þeir gefa sér góðan tíma til að sinna þeim efnum í skólunum, og þar hangir held- ur ekki prófsvipan yfir höfðum ung- linganna. Skólastjórar og kennarar framhaldsskólanna okkar þora varla að eyða nokkrum tíma til að fjalla um annað en námsgreinarnar. Þeim þykir sem tíminn leyfi það ekki, og frá sjón- armiði námsins og prófanna má segja að svo sé. Þar er full ásett. Menn með óræktað tilfinningalíf eru aldrei hamingjusamir, og þeir gera aðra óhamingjusama. En sé það rétt að tilfinningalíf fjölmargra barna og unglinga sé að grynnast og kólna. Hvernig fer þá um hinar sígildu dyggðir svo sem kærleikann, samúðina, góðvildina, sem allt það bezta í mann- lífinu vex upp af? Og hvemig fer þá um samlíf mannanna. Fer það þá ekki einnig kólnandi? Það hefur þó verið hinn mikli draumur okkar, að það yrði á endanum einmitt það, sem gæti útrýmt ófriði og styrjöldum. En menn með óræktað tilfinningalíf eru ekki að- eins óhamingjusamir, þeir geta einnig verið hættulegir, ef þeir komast í mikla valdaaðstöðu. Það sanna dæmin. Börn, sem læra utanbókar sögu, landafræði og aðrar námsgreinar, geta ekki á sama hátt lært af bókum, góð- vild, hjálpsemi og samúð. Þau verða að lifa það sjálf, en það verður allt auðveldara, ef þau sjá aðra gera það. Þarna veltur því mikið á fordæminu og heimilisandanum og skólaandanum. Það er ekki hægt að knýja það fram frekar en fossahljóðið í landafræðinni. En það má rækta þessar tilfinningar, gefa þeim sem flest tækifæri til að þró- ast, og þeim tækifærum má ekki sleppa. Foreldrar munu yfirleitt hljóta þá ást barna sinna, sem þeir eiga skilið, oftast í réttu hlutfalli við þá ást og umhyggju, sem þeir leggja fram, en það er vandfarið með foreldraástina. Hún verður að vera svo ósvikin, að börnin megi alltaf treysta henni og finna þar öryggi í öllum erfiðleikum bernsku og æskuáranna. An þessa ör- yggis þróast ekki heilbrigt tilfinninga- líf barnanna. En hún má ekki vera svo mikil, að bömin verði háð henni fram eftir öllum aldri. Allt samlíf manna og sambúð öll er háð tilfinningaafstöðu einstaklinganna hvers til annars. Þar kemur fram innri þörf. Ræktun tilfinningalífsins er því ekki eingöngu einkamál. Hún er geysi- lega mikilvæg vegna sambúðar mann- o o o anna yfirleitt á þessari jörð. Nálega öll sambúðarvandamál eiga rætur að rekja til óræktaðs tilfinningalífs, allt frá hinu fámennasta heimili upp til hinnar stóru fjölskyldu þjóðanna. Tilfinningalífið stjórnar manninum að verulegu leyti og ræður oft úrslit- um í lífi einstaklinga, og jafnvel þjóða. Það veltur því á miklu, að þær séu ræktaðar og tamdar. Stjórnlaust til- finningalíf getur verið hættulegt. Ég vil taka tvö dæmi til skýringar.

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.