Heimili og skóli - 01.12.1961, Page 20
136
HEIMILI OG SKÓLI
um sínum og voru þau mikið sungin
í skólanum. Skólinn var heimavistar-
skóli og hafði mikil og göfgandi áhrif
á ungmennin.
Bróðursonur skáldsins var kennari
við skólann. Hann var mjög söngvinn
og kunni flest lög við ljóð skáldsins.
Þessi ljóð voru sungin kvölds og
ntorgna og andrúmsloftið var þrungið
af söng. Leikrit hans voru einnig mik-
ið leikin af drengjunum.
Á kvöldin þóttu það meðal merk-
ustu viðburða, þegar skáldið las úr
verkum sínum. Margir drengjanna
kunnu heilar blaðsíður úr kvæðum
Tagores.
í skóla Tagores voru upphaflega
engar skyldunámsgreinar. En skáldið
fékk ýmsa listamenn til að dvelja þar
um tíma og leiðbeina drengjunum
t. d. í málaralist, ef þeir óskuðu þess.
Síðar breyttist skólinn þó nokkuð í
fastara form, þó að Tagore væri tals-
maður fullkomins frelsis í uppeldis-
og skólamálum.
Minnir skóli R. Tagores nokkuð á
lýðháskólahreyfinguna á Norðurlönd-
um, þó að staðhættir séu ólíkir.
Nú á aldarafmæli þessa skáldspek-
ings mun hans verða minnzt um
gjörvallan heim sem skálds, friðarboða
og brautryðjanda í uppeldis- og skóla-
málum. Einnig hér á þessari afskekktu
eyju minnumst við þessa víðfleyga
anda.
Eirikur Sigurðsson.
Ljósslökkvarar
Það er undravert, hve margir skyn-
samir menn, sem oft eru einnig að-
laðandi, ganga um og „slökkva ljósið.“
Þeir eru síleitandi eftir einhverju, sem
dregið getur úr gleði annarra, eða
koma með einhverja athugasemd, sem
fær menn til að efast um það, sem við
höfum trúað á. Og þegar einhver er
farinn að leika þetta hlutverk á annað
borð, verður þetta að illum vana, sem
ekki aðeins gerir þessum ljósslökkvara
sjálfum lífið leitt, heldur grefur einn-
ig grunninn undan sjálfstrausti ann-
arra manna. Eina vörnin er að brynja
sig fyrir órökstuddum efa og svartsýni.
Þegar ég var 13 ára, lærði ég að
hjóla. Við pabbi höfðum skipulagt
mörg hundruð kílómetra hjólreiða-
ferð. Við ætluðum að hvíla okkur, þeg-
ar okkur hentaði. En nú stungu ljós-
slökkvararnir upp höfðinu. Þessi ferð
var talin allt of löng. Það myndi kann-
ski koma rigning og vont veður. Og
hvernig ætlum við að tryggja það, að
við gætum alltaf fengið þak yfir höf-
uðið á næturnar
En við framkvæmdum nú samt
þessa „fífldjörfu" ferð og minnumst
hennar nú með mikilli gleði og á-
nægju. Og hún tókst meira að segja
svo vel, að við héldum þessu áfram
fimm næstu ár.
Aldrei hefur nokkur ljósslökkvari
farið slíkar hrakfarir. Til allrar ham-
ingju er það þannig, að sé manni tak-
markið nógu vel ljóst, sem sótt er að,
eru allar hrakspár ljósslökkvarans
dæmdar til að verða að engu.
C. G.