Ólavsökan


Ólavsökan - 01.07.1943, Blaðsíða 4

Ólavsökan - 01.07.1943, Blaðsíða 4
kvarða hinna meiri, en af ýmsum eðlilegum á- stæðum, sem Færeyingar þekkja manna bezt og vilja við kannast, hlutum vér — og oss bar — að ríða þar fyrr á vað og brjóta ísinn. Munu þeir fegnir vilja feta í fótspor vor, því að þeir eru enn minni en vér. En meðal annars vegna þess hlutverks, er oss fslendingum áríðandi að gerast í því góð fyrirmynd, svo að eigi leiðist þeir, er fylgja vilja, á neina glapstigu. Þetta er oss til handa mikið traust og á vitaskuld að vera þeim til halds. — Færeyingar hafa reynzt dugandi menn til allra átaka, er lífið og rás viðburðanna hafa áskapað þeim. Vér höfum, frændurnir, að ýmsu átt líkum örlögum að mæta, í daglega lífinu, á liðnum öldum og fram til þessa. Að sumu leyti hafa atvinnuhættir ver- ið eins með báðum; því valda landshættir og aðrar aðstæður. Þeir hafa einatt sem vér átt allt sitt undir ,,gæftum“ og „árferði", og erfiðleik- arnir hafa þá sízt verið minni þar. Þær aflraun- ir, sem einstaklingarnir á Færeyjum hafa að jafnaði á liðnum tímum þurft að kljást við, á sjó og landi, hafa stælt þá og aukið þeim ásmeg- in til nýrra dáða. En inn á við og út á við hefir þar oftast verið við ramman reip að draga á ýmsa lund, svo fámennri þjóð á klettaeyj- um úti í reginhafi og fátækri að veraldargæð- um, en þó — og það hefir bjargað — svo auð- ugri að kjarki og þrautseigju! -----Á síðustu árum hefir reynt mjög á þessa eiginleika með Færeyingum eigi síður en ís- lendingum. Vér höfum hvorirtveggja lent á flæðiskeri heimsstyrjaldanna beggja og orðið að bjargast eins og bezt hefir gengið. Færeyingar hafa eðlilega átt erfiðara uppdráttar af sjálfs- dáðum. Vér íslendingar vorum þess um komnir, bæði í ófriðnum 1914—18 og eigi miður nú síð- an 1939 að annast sjálfir alla útvegu, er til bjargar máttu verða. Báðar þjóðirnarhafafram að þessum tíma lifað í sambandi við aðra stærri, sem í rauninni fékk eigi sjálfri sér björg veitt til hlítar, er til kom og eins og vita mátti, hvað þá heldur, að nokkur stoð gæti öðrum veitzt fyr- ir hennar atbeina á þeim örlagatímum, er nú hafa yfir allt mannkyn dunið. Héðan af verða hinir íslenzku og færeysku frændur að treysta hjálp forsjónarinnar og reiða sig á eigin mátt og megin til þess að standa, en hníga eigi í öldu- rót heimsatburða né verða vörgum að bráð. Vér höfum þegar, íslendingar, tekið af skarið í þeim efnum. En geta Færeyingar það? Sú spurning er og verður um hríð hið mikla áhyggjuefni, fyrst og fremst Færeyingum sjálf- um, en einnig öllum frændum þeirra og vinum. Þeir hafa háð sína þjóðernisbaráttu með áþekk- um viðfangsefnum og vér áður fyrr og staðið þó miklu verr að vígi. Fyrst varð að bjarga þeim meginverðmætum, sem allt annað í fari sérstakrar þjóðar grundvallast á. Þjóðerni Fær- eyinga er nú viðurkennt af öllum mönnum með réttu ráði. Tunga þeirra, færeyskan, hin ná- skyldasta hinu forna máli Norðurlandaþjóð- anna næst íslenzkunni, hefir hlotið sinn viður- kennda frumsess meðal þeirra sjálfra, en hið aðflutta víkur. Menning hverskonar þróast þar með eðlilegum hætti: Vísindi, skáldskapur, list- ir og verkleg tækni. — Frumherjarnir hverfa eða gerast nú aldurhnignir, svo sem hinn ó- trauði baráttumaður JóannesPatursson, enaðrir koma til og fylla í skörðin, hvað sem innanlands reipdrætti kann að líða, sem einnig hefir brunn- ið við hjá oss, því að menn getur vitanlega greint á um það, hvað tímabært er í þann og þann svipinn. — En hér á íslandi hefir síðan 1918 enginn flokkaskipting verið um sjálfstæð- ismál vort út af fyrir sig; það er og hlýtur að vera allra íslendinga mál. Svo má og fara með Færeyingum, um þeirra frelsismál, og er það von allra, að þá bresti þar aldrei góða forustu, enda mun nú þess verða brýn nauðsyn á næst- unni, því að mörg veður eru í lofti. ★ Það er að vísu svo, að þegar fslendingar eða Norðmenn koma fyrsta sinni til Færeyja, verð- ur fyrir þeim víðast hvar áþekkt landslag — fjöll og vogar — eins og á sumum stöðum í þeirra heimalandi. En þó að skylt sé þeim einn- ig færeyska fólkið, hefir þeim samt mörgum virzt sem yfir því hvíldi sérstakur og að sínu leyti nokkuð annarlegur blær, í senn þýður og viðkunnanlegur, en eins og blandaður draum- kenndri angurværð. Er ég á fyrsta tug þess- arar aldar ungur leit Færeyjar og tók sem ferðamaður þátt í þjóðlegum skemmtunum byggðamanna — síðar hefi ég margan þaðan fyrir hitt hraktan af hafi og hrjáðan af brimi við skipreika á suðurströnd íslands —, þá var fyrir mínum sjónum sem Eyjarnar í eiginleg- um og óeiginlegum skilningi væru að koma „út úr þokunni". Óg þjóðin á sömu lund. Vér vórum sjálfir á voru landi þá eigi heldur komnir langt 4 ÓLAVS0KAN

x

Ólavsökan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ólavsökan
https://timarit.is/publication/1879

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.