Ólavsökan


Ólavsökan - 01.07.1943, Side 23

Ólavsökan - 01.07.1943, Side 23
Séra Jakob Jónsson: HORFT I AUSTUR Frá því ég var barn að alldri hafa Færeyj- ar verið í huga mér eins konar ævintýraland í austri; það er yfir þeim dulrænn blær, eins og á þjóðsögn, sem sögð er af ókunnugum ferðamanni. Þegar ég horfi til Færeyja, er mér sem ég sjái þær vafðar móðu, sem á stöku stað grillir í gegnum, svo að veruleikinn sjálfur kemur þar í ljós. En það sem tengir þessa bletti saman, undirstaða þeirra, hylur sig bak við hjúpinn. Eða á ég að likja Færeyj. um við ljóð, sem ég heyri í gegnum svefninn, þannig að stef og stef eða hending og hend- ing festist mér í huga? Þegar ég var barn, átti færeysk kona heima í næsta húsi við fordldra mína. Hún er mér í minni sem óvenjulega stillt, hreinlát og kurt- eis kona. Þar var líka gamall maður, barngóð- ur, talaði íslenzku méð útlendingslegum hreim og þótti gott að tyggja tóbak. Það eitt að hafa útlent fólk í nágrenni við sig, ýtir undir í- myndunarafl lítilla barna. Síðar koma aðrar myndir til greina, einhver óljós minning um menn með rauðar húfur. Þeir dansa með dyn- miklu fótataki niðri á bryggjunni, og ég eygi þá varla gegnum rökkrið. En söngur þeirra svíf- ur út í kvöldkyrrðina. Mörg ár líða, ég fæ tækifæri til að sigla gegn- um Vestmannasund og koma við dagstund í Þórshöfn, á leið til annars 'lands. Hlýleiki og fegurð, hrikaleg björg, straumharðir álar, og af mannanna hálfu snotur bændabýli, höf- uðból, kirkjurústir, sem seiða hugann langt aftur í tímann, — loks sérkennilegur bær með fallegum trjágróðri og grænum húsþökum. Fyrsta skipti, sem ég stíg á erlenda grund, og á þar þá nána frændur, að vísu ókunnuga mér. Enn líða nokkur ár. Þá er ég orðinn prestur í ausfirzkum bæ, þar sem færeyskir sjómenn koma tíðum á skipum sínum. Á sunnudögum ganga sumir þeirra í litklæðum og ísaumuð silkivestin glitra í sólskininu. Einu sinni býðst mér tækifæri til að prédika yfir þessum veð- urbörðu og hæglátu, útlendu sjómönnum, og ég varð að nálgast þá á tungumáli, sem er bæði mér og þeim framandi, þótt það sé móðurmál frændþjóðar okkar allra. Loks eina mynd enn. Á Alþingishátíðinni stend ég ásamt múg og margmenni í Almanna- gjá og hlusta á færeyskan fulltrúa flytja Is- landi kveðju á móðurmáli sínu. Og mér finnst eitthvað glæsilegt við þess kveðju, jafnvel öðr- um fremur. En því er ég að rifja upp þessar myndir, sundurslitnar og ónógar? Er ég að reyna að rýna í móðuna, sem hylur ævintýra- og þjóð- sagnalandið í austri? Og ef svo er, hvers vegna er ég að því? Það er ef til vill erfitt að segja, hvers vegna mér þykir dálítið vænt um þessar minningar, sem tengdar eru við nafn Færeyja. En með sjálfum mér fyrirverð ég mig, þegar ég hugsa um þær, ekki eingöngu mín vegna, heldur vegna þjóðar minnar yfirleitt. Hvers vegna er það land, sem okkur er næst, vafið slæðu ókunnugleikans og óveruleikans ? Því hefi ég vanrækt að afla mér undirstöðunnar, sem teng- ir saman minningar einstakra atvika? Það eitt að hafa opnað færeyska skáldsögu, færeyskar þjóðsögur og litið í nokkra árganga af fær- eyskum tímaritum, gefur mér aðeins ofurlitla hugmynd um það, sem mig og flesta aðra vant- ar í þessum sökum. Hví eru ekki íslenzkir alþýðuskólanemendur og menntaskólanemar fræddir rækilega um fær- eyska menningarsögu og skáldskap? ÓLAVS0KAN 23

x

Ólavsökan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólavsökan
https://timarit.is/publication/1879

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.