Smárit Handíðaskólans - 01.08.1943, Blaðsíða 6

Smárit Handíðaskólans - 01.08.1943, Blaðsíða 6
4 starf og sneytt hjá frekari mistökum, sparað orku, tíma og fé. Grundvöllurinn. Til þess að fá svarað spurningunni um tilgang verklega námsins verðum við fyrst að skilgreina hlutverk uppeldis- ins og skólanna, og þá fyrst og fremst barnaskólanna. Skil- greining þessi verður forsenda aö aðgerðum okkar. Þýzki uppeldisfræðingurinn heimsfrægi, Georg Kerschen- steiner, sem látinn er fyrir nokkrum árum, sagði, að til- gangur uppeldisins og hins almenna undirbúningsskóla, væri: „1. starfsmenntunin, eða a. m. k. undirbúningur hennar, 2. siðgun starfsmenntunarinnar, og 3. siðgun samfélagsins, sem nýtur starfsins".*) í þessari skilgreiningu fellst í rauninni það, að megin- hlutverk uppeldisins, — og þá líka barnaskólans, — sé, að skapa sem hæfasta þjóðfélagsþegna, og vinna þannig að framvindu þjóðfélagsins i áttina til hinnar æðstu siðrænu (morölsku) fullkomnunar. Hlutverk skólans er því ekki sérfræðilegs, heldur almenns eðlis. Það er ekki það, að met- þjálfa börnin í einni eða annari sérgrein, heldur hitt, að ala og þjálfa með þeim þá siðrænu meginþætti, sem sam- eiginlegir eru öllu siðmætu starfi, hvort sem er andlegt eða likamlegt. Það er auðsætt, að allir þessir þrír þættir í starfi skól- ans, eru hver öðrum nátengdir. Skólinn getur ekki rækt eitt þessara hlutverka, nema hann sinni hinum í sama mæli. Hann fær ekki bætt um ágalla þjóðfélagsins, nema hann hafi bætt um og aukið siðrænt gildi vinnubragða *) „1. die Aufgabe der Berufsbildung' oder doch deren Vorbereitung, 2. die Aufgabe der Versittlichung der Berufsbildung, 3. die Aufgabe der Versittlichung des Gemeinwesens innerhald dessen der Beruf auszuiiben ist.“

x

Smárit Handíðaskólans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Smárit Handíðaskólans
https://timarit.is/publication/1881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.