Smárit Handíðaskólans - 01.08.1943, Blaðsíða 10

Smárit Handíðaskólans - 01.08.1943, Blaðsíða 10
8 Það er sannreynd, sem kennarar þekkja, flestum betur, að allt fram að kynþroskaárunum eru hneigðir barna yfir- leitt miklu meiri til líkamlegra starfa en andlegra. Barnið fer að bjástra, á meðan það er í vöggu. Þegar það fer að vappa um, hefir það hönd á hverjum hlut, þuklar, ýtir, dregur, sveiflar, hleður og hendir þeim til. Seinna fer það að byggja, teikna, mála, hnoða, flétta, tálga, taka hluti í sundur og setja þá aftur saman. Þá fara dreng- irnir að smíða, sigla bátum sínum, róa, hjóla, þreyta kapp- leiki, og þá held ég, að þeir séu í essinu sínu, þegar þeir byrja á „vísindalegri tilraunastarfsemi“! En stúlkurnar hekla, prjóna, flétta, vefa, sníða, sauma, „stofna heimili“, klæða brúðurnar sínar, hátta þær, hjúkra þeim, matbúa handa þeim o. s. frv. Heilbrigð börn ganga upp í þessum „störfum“ sínum með lífi og sál, enda leggjast hneigðir þeirra á sömu sveif, í átt til hins handræna (manuell). — Mjög snemma vaknar einnig með flestum börnum löngun til að taka virkan þátt í störfum hinna fullorðnu, og finnst þeim þau hafi aukið alin við hæð sína, þegar þeim fyrst tekst að leysa „alvörustarf“ af hendi átölulaust. Séu þeim þá fengin hófleg viðfangsefni og sýnt hæfilegt aðhald, komast þau mjög fljótt upp á að aðstoða hina fullorðnu í störfum þeirra, en þroskast sjálf hröðum fet- um af starfi sínu. Við handræna athöfn, hvort sem er leikur eða vinna, er viðfangsefnið sýnilegt og áþreifanlegt. Árangurinn er líka að jafnaði sýnilegur og áþreifanlegur. Það, sem gert er, ber þannig í sér og utan á sér dóm um þann, sem verkið vann. Dómur þessi er augljós, ótvíræður og auðskilinn öllum, sem sjá hann eða þreifa á honum. Barnið skilur hann líka. Með þessum hætti lærir barnið að greina svart frá hvítu, rétt frá röngu og heilt frá brotnu. Þannig lærist því líka að skilja muninn á gildi vandaðrar vinnu og óvandaðrar,

x

Smárit Handíðaskólans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Smárit Handíðaskólans
https://timarit.is/publication/1881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.