Smárit Handíðaskólans - 01.08.1943, Blaðsíða 5
Kennum börnunum að vinna!
Frá fálmi til markvíss starfs.
Þeim, sem fylgzt hafa með þróun skólamála okkar hin
síðari ár, dylst ekki, að hér er vakinn allalmennur áhugi á
eflingu verklegs náms í barna- og unglingaskólum landsins,
Áhuga þessa gætir furðu víða, og eigi síður utan en innan
kennarastéttarinnar. Svo virðist sem menn séu að rumska
til skilnings á því, að í verklega náminu kunni að vera
fólginn verðmætur þroska- og menntagjafi, sem vert sé að
sinna og hlúa að, betur en gert hefir verið til þessa.
Það mun þó sannast sagna, að fylgi það, sem málefni
þetta nú nýtur svo víða, styðst hjá mörgum frekar við
eölisávísun en þekkingu, rök eða reynslu. Er því engin
furða, þótt margt af því, sem hér hefir verið brotið upp
á hin síðari ár, sé með nokkrum óvaningsbrag, fálmkennt
og laust í reipunum. Að vonum hafa líka mörg víxlsporin
verið stigin, margri krónunni kastað á glæ og margri
stundinni eytt til lítils gagns, — ef ekki beinlínis til tjóns.
Það er mér þó fjarri skapi, að fordæma allt, sem hér
hefir verið gert á þessu sviði. Margt af því er mjög mark-
vert, og vænlegt til þroska. En margt líka harla lítils virði
og sumt hygg ég, að stefni beinlínis til ófarnaðar.
Ég hygg því, að nú sé tímabært að staldra við stundar-
korn, meta fengna reynslu og marka stefnuna, sem halda
skal. Vænti ég þess þó einkum, að kennarar, sem þetta mál
varðar fyrst og fremst, taki nú verklega námið almennt
til gaumgæfilegrar íhugunar og umræðu, og geri sér glögga
grein fyrir því, hvað þeir vilja, hvað kenna skuli, hvers-
vegna og hvernig.
Með þessu móti einu fáum við hafið markvíst, jákvætt