Smárit Handíðaskólans - 01.08.1943, Blaðsíða 13
11
um árangurinn. Þau börn eru til í flestum skólum,
sem bafa upplag og gáfur til að stunda fræðilegt nám á
hlutlægan hátt, og þarf enginn að örvænta um siðrænan
starfsþroska þeirra, þótt námið sé eingöngu bóklegt. En
þessi börn eru ekki mörg og má því ekki sníða heildar-
skipun skólastarfsins við hæfi þeirra.
Svo er líka mikill munur á námsgreinunum og jafnvel á
einstökum þáttum sömu námsgreinar. Það er ólíkt auð-
veldara að temja börnunum hlutlæga starfshætti (ná-
kvæmni, samvizkusemi, vandvirkni o. s. frv.) við nám í
málfræði en t. d. við samning stíla (að ég nú ekki minn-
ist á orðavaöalsritgerðir um jafn óhlutkennd og fráleit við-
fangsefni og „gleði“, „von“, „leti“ og þvíumlík, sem ég veit,
að börnum eru stundum gefin).
Reikningur er sú af bóklegum greinum barnaskólans,
sem bezt er fallin til að þroska með barninu skýrleik í
hugsun, sannleiksást, hlutlægni, samvizkusemi og ná-
kvæmni í starfi. Reikningsdæmið gerir alveg ákveðnar
kröfur til barnsins og vinnubragða þess. Lausnin er ann-
að hvort rétt eða ekkj rétt. Þar gagnar ekkert „hér um bil“.
Reikningur er einnig hliðstæður verklegu námsgreinunum
í því, að í lausn dæmisins fellst ótvíræður dómur um þann,
sem dæmið reiknaði. Munurinn er helzt sá, að miklu færri
börn eru hneigð til reiknings en verklegs náms.
Gild rök mæla með því, að þessar námsgreinar: móður-
málið og reikningur, auk líkamsræktar, skuli skipa sæti
höfuðgreina í hverjum barnaskóla.
En með tilvísun til alls þess, sem nú hefur verið sagt um
eðli verklegs náms og gildi þess fyrir þroska barnsins, tel
ég, að það fullnægi öllum þeim skilyrðum, sem gera beri
til höfuðgreina, og er þá timi til kominn að hefja það upp
í það sæti, sem því ber, og skipa því á bekk meö hinam
höfuðnámsgreinum barnaskólans.