Læknaneminn - 01.10.1960, Page 5
LÆKNANEMINN
5
þekkt, að einangra aftur veiru úr
æxli, sem framkallað hefur verið
með litlu veirumagni. Hér er hins-
vegar orsökin þekkt og hægt að
prófa fyrir mótefnum og sanna
þannig nærveru hennar. Hafa ný-
lega farið fram rannsóknir á á-
hrifum mótefna á æxlisvöxtinn, og
virðast þau lítið hafa að segja,
begar æxlið er orðið það stórt, að
það er sýnilegt.
Lengi hefur verið unnið með
þessa veiru í hænsnum og eggjum
og nú síðast í tilraunaglösum með
vefjagróðri. Heilbrigðar bandvefs-
frumur voru sýktar með sark-
meinsveiru. Breyttust frumurn-
ar þá og urðu óbekkjanlegar frá
frumum í venjulegu sarkmeini.
Mátti greinilega greina slíkar eyj-
ar í vefjagróðrinum. Héldu þessar
frumur áfram að margfaldast, en
framleiddu jafnframt nýjar veirur.
Þegar þunnar sneiðar af Rous-
sarkmeini eru skoðaðar í rafeinda-
sjá, sjást veirulíkar agnir bæði
innan og utan frumunnar. Þær
eru um 70—80 mu á stærð og
innihalda béttari kiarna um 30—
40 mn. Rétt hlutfall hefur fund-
izt milli hessara agna og smit-
bæfni æxlisins.
Shope 'papiTloma.
Dr. R. E. Sbone hiá Rockefeller
rfmnsóknarstöðinni í New York
einangraði á árinu 1933 veiru úr
bekjufrumuæxli á villtum kanín-
um. Þetta vakti til að byrja með
litla athygli. en begar P. Rous og
J. W. Beard skýrðu frá því tveim-
ur árum síðar, að æxlið yrði ill-
kynia í allt að % tilfella í tömd-
um kanínum, fór þessi fundur að
bykja markverður. Einkum vegna
þess, að æxlið líktist þekjufrumu-
æxlum í fleiri tegundum, þar á
meðal mönnum.
Á tilraunastofum eru kanínurn-
ar sýktar með því að núa veir-
unni í sært hörund kanínunnar,
því að hún sýkir ekki nema hún
komist í neðsta lag þekjuvefsins.
Sé henni dælt í innri líffæri heil-
brigðrar kanínu, fær hún aðeins
æxli, þar sem nálin fer í gegnum
húðina. Hafi húðin hins vegar áð-
ur verið roðin einhvers staðar með
tjöru fær kanínan æxli á þeim
stað eftir ídælingu.
í náttúrunni er grunur um að
skordýr geti átt þátt í dreifingu
veirunnar. Hefur tilraun (Dalmat
1958) í þá átt á rannsóknarstofu
stutt þann grun, en slíkt er eins-
dæmi um æxlisveiru.
Auðvelt er að einangra veiruna
úr villtum kanínum og innihalda
sum æxlin allt að lmg af veiru í
lg af æxli, en það svarar til um
18 trillion veiruagna. Hins vegar
hefur gengið mjög illa að einangra
hana úr tömdum, svktum kanínum.
Höfum við þar aftur sama fyrir-
brigði og með Rous-sarkmeinið,
að erfitt getur verið að sýna fram
á návist veiru í æxli, sem þó er
upphaflega tilkomið fvrir ídæl-
ingu veirunnar í dýrið. 1 þessu til-
felli er veiruorsökin þekkt og því
til aðferðir til að svna fram á mót-
efnamyndun í blóði og þannig ó-
beint návist veirunnar.
Veira þessi er kúlulaga um
44mn. í þvermál, að því er séð verð-
ur í rafeindasjá. Ekkert hefur
komið í ljós um eðli hennar, er
greini hana í grundvallaratriðum
frá veirum, sem valda annars kon-
ar sjúkdómum.
.Milk factor“.
Krabbamein í músajúgri hefur
löngum þótt hentugt til rannsókna.
Það er algengt í venjulegum til-
raunamúsum, vex á yfirborði