Læknaneminn - 01.10.1960, Page 11
LÆKNANEMINN
11
eri annað og meira en staðir til
guðsdýrkunar; þau voru jafnframt
sjúkrahús. Frægð slíkra staða
sem Epidaurus, Pergamos og Cos
spurðust vítt um heim, og hennar
gætti langt fram yfir upphaf
kristninnar.
Orð það, sem fór af kraftaverk-
um, er gerðust á stöðum þessum,
mun að nokkru hafa verið að
þakka staðsetningu þeirra í fögru
umhverfi og heilnæmu loftslagi.
Einnig mun það hafa gert sitt til,
að dauðveikt fólk var vinzað úr
og því eigi veitt móttaka.
Þeir sjúklingar, sem inngöngu
fengu, voru baðaðir í neðanjarð-
arböðum og látnir fasta í nokkra
daga, svo þeir mættu einnig hreins-
ast innvortis. Síðan voru þeir
sveipaðir sérstökum línklæðum,
sem sérlega voru til þess fallin
að vekja drauma. Aðaluppistaðan
í ,,æsculapískri“ therapíu voru
nefnilega draumar. í sérstök-
um svefnskálum lágu sjúkl-
ingarnir í röðum og biðu þess,
að guðinn vitraðist í draumi og
læknaði eða ordineraði meðferð
á þá. Sjúklingunum voru gefin
sedativa, og innan frá muster-
inu barst um svefnsalina ilmandi
reykur, sennilega narcotiskur.
Undir dögun fór svo Æsculapius
sjálfur á stofugang. Hávaxinn,
grímuklæddur prestur í gervi
guðsins gekk hljóðlega um salina
í fylgd með þöglum aðstoðarprest-
um. I augum svefndrukkinna sjúk-
lingar var hér guðinn sjálfur kom-
inn, og þeir sneru sér ánægðir á
hina hliðina og dreymdi áfram um
bót meina sinna. Til þess að gera
athafnir þessar enn dularfyllri
voru notaðir heilagir snákar, sem
tamdir voru til að sleikja sár
sjúklinganna.
Auk þessa voru sjúklingarnir
nuddaðir, baðaðir og smurðir
læknandi smyrslum, og skemmtan-
ir ýmsar stóðu þeim til boða.
Dvölin á stöðum þessum hefur á-
reiðanlega lítið staðið að baki
dvöl á nútíma hressingarhæli. Að
sjálfsögðu urðu sjúklingarnir að
greiða ríflega fyrir veruna, enda
hefur reksturskostnaður vafa-
laust verið hár. Það tíðkaðist
mjög, að menn greiddu fyrir veru
sína með eftirlíkingu hins sjúka
líffæris síns, gerðri úr dýrum
málmi. Greiðsla fór mjög eftir
efnum og ástæðum viðkomandi
sjúklings, og því var fæstum um
megn að leita meinabóta til hins
læknandi guðs, Æsculapiusar.
(Lausl. þýtt).