Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1960, Side 12

Læknaneminn - 01.10.1960, Side 12
1Z LÆKNANEMINN í NESKA UPSTAÐ Blaðsstjórnin mun í vetur leitast við að birta lífsreynslusögur, þ. e. frásagnir stúdenta, sem dvalizt hafa úti á landsbyggðinni við héraðslæknisstörf. Fer hér á eftir hin fyrsta lýsing Halldórs Halldórssonar á dvöl hans við sjúkrahúsið í Neskaupstað. I marz s. 1. frétti ég, að ráðs- maður fjórðungssjúkrahússins á Neskaupstað væri að reyna að ráða mann í aðstoðarlæknisstöðu við sjúkrahúsið, vildi helzt ráða kandidat til eins árs, en ef enginn fengist, mundi hann ráða lækna- nema í síðasta hluta. Enginn kandidat fékkst, og endirinn varð sá, að við réðum okkur þrír síð- asta hluta menn, skiptum sumr- inu á milli okkar, og fór ég fyrst- ur austur og vann þar í maí og júní. Við réðum okkur upp á kaup samkvæmt taxta félags okkar: 300 krónur á dag, frítt uppihald og ferðir, og því bætti þessi vinna fjárhag okkar talsvert. Einnig fengum við einn mánuð viður- kenndan sem handlækningsdeildar- kursus. Fjórðungssjúkrahúsið á Nes- kaupstað var tekið í notkun í jan- úar 1957. Húsakynni þess eru góð, en þyrftu raunar að vera mun stærri, því að það er aðeins ætlað fyrir 25 sjúklinga, en þó lágu þar oft nær 30 sjúklingar þann tíma, sem ég vann þar. En auk þess er efsta hæðin rekin sem elliheimili, og eru þar rúm fyrir 10—15 vist- menn. Þegar læknisbústaður sá, sem nú er í smíðum á spítalalóð- inni, verður fullgerður, verður hægt að auka við sjúkrarúm, því að nú búa yfirlæknirinn og hjúkr- unarkonur í sjúkrahúsinu. Elías Eyvindsson, sem er sér- fræðingur bæði í svæfingum og handlækningum, hefur verið yfir- læknir við sjúkrahúsið frá byrj- un, og raunar verið eini læknir- inn, því að hann hefur adrei haft mann með full læknisréttindi sér til aðstoðar, aðeins stúdenta eða kandidata. Þó er aðstoðarlæknis- staða með fullum launum við sjúkrahúsið, og sá aðstoðarlækn- ir mundi væntanlega geta haft 300—400 samlagssjúklinga í bænum, svo. að honum eru tryggðar dágóðar tekjur, en það virðast bara svo fáir læknar vilja fara út á land. Farið hefur verið fram á það við landlækni, að kandidatar fái vinnu í umritaðri stöðu viður- kennda sem hluta af „héraðs- skyldu“, en þeirri málaleitan hef- ur verið synjað, sem ég tel vafa- saman greiða við kandidata og sjúkrahúsið. Einnig hefur oft gengið erfið- lega að fá hjúkrunarkonur að sjúkrahúsinu, en í sumar unnu þar 4 hjúkrunarkonur, 3 þeirra nýút- skrifaðar og reynslulitlar, en þær kynntu sig mjög vel og stóðu sig í alla staði ágætlega. Fyrstu vikuna vann ég með héraðslækninum í Neskaupstað Þorsteini Árnasyni, því að Elías var ókominn úr Ameríkuför, en þar dvaldist hann 6 mánuði s. 1.

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.