Læknaneminn - 01.10.1960, Síða 17
LÆKNANEMINN
17
ætti að vera með stuttum fyrir-
vara að senda sveit — ekki sízt,
ef með slíku hefði verið reiknað
allan veturinn og menn því beint
og óbeint undir ferðina búnir.
Þessu um sterku mennina tekur
ekki að svara — aðalatriðið er
ekki að sigra, heldur að vera með,
og mér finnst óviðeigandi að vilja
snúa þessu við.
Því miður er það svo, þótt menn
vilji ekki viðurkenna, að sumir
hafa svo mjög horn í síðu IUS, að
enginn áhugi er fyrir heimsmeist-
aramótunum. Úrslitin á mótinu í
ár eru prýðilegt svar til slíkra.
Þess verður nú vænzt, að sú
ötula skáknefnd, er ópólitískt
stúdentaráð tilnefnir í vetur, vinni
svo að undirbúningi þátttöku í
næsta heimsmeistaramóti stúd-
enta í skák, að af henni verði,
þótt boð komi seint, því vonandi
kemur það.
Margt er hér ósagt, en virðu-
leg ritnefnd er svo auðug af öðr-
um efnivið, að ég verð að láta
þetta nægja. í næsta þætti ræðum
við m.a. um skólamót í skák, en
snúum okkur nú að öðru efni.
Á eftirfarandi skák er hand-
bragð heimsmeistarans, M. Thal.
Hann teflir hér við búlgarska
meistarann Milew og hefur hvítt.
1. c2—c4, c7—c5 í
2., Rbl—c3, Rb8—c6
3. Rgl—f3, Rg8—f6
4. e2—e3, e7—e6
5. d2—d4, d7—d5
6. c4—xd5, Rf6xd5
7. Bfl—c4, Rd5—b6
8. Bc4—b5, a7—a6
9. Bxc6t, b7xc6
10. O—O, Bc8—b7
11. Rc3—e4, Rb6—d7
12. Ddl—c2, Dd8—b6
13. Rf3—e5!, c5xd4
14. Re5xd7, Ke8xd7
15. e3xd4, Kd7—e8
16. Bcl—e3, Db6—c7
17. d4—d5!!, e6xd5
18. Hfl—el!!, Ke8—d8
(Ef 18: —, dxe4, þá 19: Be3—
f4, Dc7—b6, 20: Dc2xe4f, Ke8—d7
og 21: Hal—dlf og vinnur).
19. Dc2—b3, c6—c5 (Hvítur
hótaði Be3—b6). 20. Re4xc5 (og
svartur gaf, því eftir 20:—, Bf8x
c5 kæmi 31: Be3xc5, De7x—c5 og
22: Db3xb7 og hvítur ynni.
SKÁKÞRAUT
Hvítt: Kg3, Rgl, Bj6, d3, h5
Svart: Ke3, a2, d4, h7.
Hvítur á leik og vinnur.
Lausn á skákþraut í síðasta
blaði.
Hvítur leikur d3 og mátar í
næsta leik.
Feitt fólk er skapgott. Það
verður að vera það. Það er of feitt
til að slást, og of þungt til að
flýja.
★ ★ ★
Siðfræði lækna mætti koma
fyrir í einni málsgrein:
Breyttu eins og ef sjúklingur-
inn væri sjálfur þú eða náið skyld-
menni þitt.
(Bier)