Læknaneminn - 01.12.1960, Blaðsíða 6
6
LÆKNANEMINN
cJranllin 111 cKanger
LIFRARPROF
Þýtt af Vigfúsi Magnússyni stud. med.
Grein þessi birtist i ritinu The Medical Clinics of North. America í maí 19110.
Höfundurinn, sem cr prófessor í medicin við Colletje of Physicians and Surgeons,
Columbia University, er sá hinn sami oy ritar fyrrihluta lifrarkaflans í Cecil, otj
var það bœði þess vegna að ég réðst i að þýða greinina og eins vegna þess, að mér
hefur alltaf fundizt vanta í kennslubœkurnar, hvað það er raunverulega, sem verið
er að athuga með hinum og þessum kliniskum prófum, sem maður er alltaf að
lesa um (og jafnvel að ordinera á stundum).
Það er skemmst af því að segja, að hefði. mig órað fyrir, hvr erfitt er að þýða
svona grein á okkar ágœtu tungu, jafnvel frasa, sem maður er sífellt að lesa
og tönnlast á, þá liefði ég aldrei ráðizt í þetta, en úr því að ég var kominn af
stað vildi ég ekki gefast upp. Ég hafði þó ekki þann tima, sem ég hefði þurft,
til að berja þetta saman sem skyldi, og er þetta því mjög illa úr garði gert, en
viðast hef ég haft í svigum ensku orðin, sem ég var ekki ánægður með mein-
inguna hjá sjál'fum mér, enda svo, að flestum okkar gengur betur að átta sig á
enskunni, livað meiningunni viðkemur. Víða gœtir nokkurs misrœmis, þannig að
sums staðar hef ég t. d. þýtt orðið enzym (hvati), en annars staðar ekki, og er
svo um fleira. Sannleikurinn er sá, að ég ætlaði mér alltaf að hreinskrifa þetta
og kippa þá þessu í lag, en það fórst fyrir að mestu.
En liér kemur sem sagt greinin, birt með (vœntanlegu) leyfi útgefanda.
Vona ég, að hún komi einhverjum að gagni.
V. M.
Hvert er bezta lifrarprófið ?
Þessi spurning heyrist æ sjaldnar
því betur sem menn kynnast hinni
flóknu starfsemi lifrarinnar. Vit-
að er, að ýmsir sjúkdómar valda
vissum truflunum á starfsemi
hennar, en atriði eins og heildar-
magn starfandi lifrarvefs, eðli og
útbreiðsla lifraráverkans, sjúk-
dómsstigið, hvort sérhæfð hvata-
kerfi eru fyrir hendi eða ekki og
samfara truflanir á starfsemi ann-
arra líffæra eru svo breytileg, að
þröng túlkun lifrarprófa kemur
ekki til greina. Þessa annmarka
er hvorki mögulegt að sniðganga
með notkun ótakmarkaðs fjölda
ákvarðana, né með því að auka
næmi rannsóknaraðferðanna. Það
er góð venja að gera hverju sinni
viðeigandi grundvallarpróf og nota
þau svo til að draga almennar á-
lyktanir eftir því sem fært þykir.
Patofysiologisk undirstaða.
Til glöggvunar má líta á lifrina
frá ýmsum hliðum:
Lifrin sem liður %
blóðrásarkerfinu.
Lifrin er flókið æðanet, sem
um 1500 ml. blóðs streyma um á
mínútu hverri. 1 heilbrigðri lifur
er hlutfallið milli slagæða- og inn-
yflablóðs undir ósjálfráðri stjórn,
og renna þessi tvö kerfi svo mjúk-
lega saman, að á portaæðunum
mæðir aðeins lítið eitt af slag-
æðaþrýstingnum.
Periportalbandvefurinn (portal