Læknaneminn - 01.12.1960, Blaðsíða 8
8
LÆKNANEMINN
sjúkdómurinn sé genginn. Til dæm-
is:
1. Minnkun starfhæfs lifrarvefs
getur endurspeglast sem lækkun
á serum albumini; minnkaður út-
skilnaður ýmissa colloid litarefna,
sem sprautað er í æð, t. d. brom-
sulphalein eða rose bengal; sem
lækkun á mælanlegri efnaskipta-
starfsemi, svo sem tengingu ben-
zoesýru við glycin svo að úr verði
hippursýra, eða minnkuð tenging
cholesterols við fitusýrur. Sé lifr-
arstarfsemin minnkuð til mikilla
muna mælist iðulega hækkað am-
moniak í blóði.
2. Skyndilegar frumuskemmdir
gefa gulu, jákvæða cephalin-floc-
culationssvörun, hækkun á serum
transaminösum og í sumum tilfell-
um hækkun á serum járni.
3. Það bendir ákveðið til gall-
stíflu, þegar samfara hækkun á
serum bilirubini, sem gefur beina
v. den Bergh svörun, er hækkun
á alkalinskum fosfatasa í serum,
hækkun á ótengdu cholesteroli og
total fitu í serumi og hækkun á
gallsýrum í blóði og þvagi.
4. Langvarandi bólgubreyting-
um í lifur fylgir oft breytileg gula,
jákvæð thymol grugg svörun,
zink grugg svörun og önnur já-
kvæð próf fyrir eðlilegu og óeðli-
legu serum gammaglobulini.
5. Uppgötvaðir hafa verið ýms-
ir meðfæddir og áunnir efnaskorts-
sjúkdómar þannig, að fundizt hef-
ur í serum aukið magn ótengds
galllitarefnis, eða með því að sýna
fram á vöntun sérhæfðra gerhvata
eða óeðlilega söfnun metabolita í
lifrarfrumum við biopsi.
6. Fylgja má gangi sjúkdóms-
ins og árangri meðferðar með því
að endurtaka viðeigandi próf við
sambærilegar aðstæður á um 10
daga fresti,
I því sem á eftir fer verður meiri
áherzla lögð á þá fysiologisku
starfsemi, sem liggur til grund-
vallar hinum venjulegu lifrarpróf-
um, heldur en smáatriði viðkom-
andi prófunum sjálfum, en þau
fá finna í hvaða kennslubók sem
er.
Galllitarefni í blóði.
Eðlilegt magn þessa litarefnis í
serum er allt að því 1,5 mg%, og
er það þá í vatnsóleysanlegu, ó-
tengdu formi, fast bundið serum
albumini. Sem beinn afkomandi
hemoglobins og annarra skyldra
porphyrina gefur það eingöngu ó-
beina v. den Bergh svörun með
sulfanilinsýru og finnst ekki í
þvagi. Bilirubinútskilnaður lifrar
er háður ýmissi starfsemi og skil-
yrðum: (1) að lifrarfruman taki
það úr blóðinu, (2) að glucuron-
sýra tengist annarri eða báðum
carboxylgrúppunum, eða brenni-
steinssýra hydroxylgrúppunum,
(3) að fruman flytji þessi tengdu
efni til gallyfirborðsins, (4) að það
skiljist út sem vatnsupplausn inn
í gallpíplurnar, (5) að lifrarfrum-
urnar haldi gallinu fljótandi og
hydrostatiskum þrýstingi uppi, (6)
að gegnrennsli hinnar örfínu bygg-
ingar gallpíplanna sé eðlilegt, (7)
að gallvegir séu opnir. Truflun
e-s eða alls staðar á þessari leið
getur valdið gulu.
Gula af völdum óbeint
svarandi galllitarefnis.
Slík gula kemur oftast við
aukna hemolysis, sem þá fylgja
einkenni eins og anæmi, reticulo-
cytosis, miltisstækkun, aukinn uro-
bilinogenútskilnaður í þvagi og
saur, aukin osmotisk brotgirni
rauðra blóðkorna og stytt ævi
þeirra eins og fram kemur við