Læknaneminn - 01.12.1960, Blaðsíða 27
LÆKNANEMINN
27
SKÁKÞÁTTUR
Stór fyrirsögn á forsíðu — jafn-
vel í ramma — kunngerir, að á
morgun muni þetta eða hitt birt-
azt. Þannig eru uppsett og skrifuð
þau blöð, sem lengst eru komin í
menningunni. Ég tilkynni nú les-
endum þáttarins (ef einhverjir
eru), að í næsta þætti verður á
sögulegan og mjög svo vísinda-
legan hátt rætt um undrabörn á
sviði skáklistarinnar. í raun og
sannleika er þó hér ekki um það
eitt að ræða að tolla í tízkunni
heldur fremur uppbót á efni þátt-
arins nú — afsökun á því, að hann
verður að þessu sinni hálfgerður
samtíningur, því auðvitað er það
skammarlegt svona rétt fyrir jólin.
I síðasta þætti ræddi ég um
heimsmeistaramót stúdenta í
skák og þá skömm, að íslenzkir
stúdentar hefðu ekki verið þátt-
takendur á tveimur síðustu slíkum
mctum. Ekki veit ég, hvort þessi
skrif hafa nokkuð ýtt við þeim,
sem hér eiga hlut að máli. Þeir
eru ekki í okkar ágætu deild og
mér er sagt, að Læknaneminn sé
lítt lesinn utan deildarinnar og er
skömm til þess að vita um jafn
merkilegt rit. Það skal þó sagt, að
formaður skáknefndar stúdenta
hefur tjáð mér, að íslenzkir stú-
dentar muni taka þátt í næsta
heimsmeistaramóti hvað sem það
kostar og engar refjar. Jafnframt
hefur formaðurinn sagt mér, að
nefnd sú, hverrar höfuðprestur
hann er, muni verða ötul mjög og
stórvirk og er þá ekki um það að
efast. Með tilliti til þessa þykir
mér einsýnt, að hér í þættinum
verði ekki framar nauðsynlegt að
vera með ábendingar um hvað gera
skuli til þess að nota skákina sem
lyftistöng í félagslífi stúdenta
heldur færizt efni hans inn á aðrar
brautir eins og ljóst er af viðfangs-
efni hins næsta. Hér skal þó kom-
ið á framfæri hugmyndinni um
skólamót í skák, sem á var drepið
í síðasta þætti. Um þetta þarf ekki
langt mál. Almennur áhugi er fyr-
ir því í ýmsum framhaldsskólum
hér í bænum, að koma á fót sveita-
keppni í skák milli skóla. Þetta
mætti skáknefndin athuga. Hins
vegar lét nefndur formaður liggja
orð að því, að við læknanemar
værum daufir í félagslífinu a. m. k.
skákinni, rétt eins og við hefðum
aldrei tíma frá skruddunum. Hinu
fyrrnefnda hef ég auðvitað mót-
mælt sem hinum versta áróðri en
úr seinna atriðinu hvergi dregið.
Um þessar mundir fer fram
svæðismót í Hollandi. Mót þetta
er liður í baráttunni um heims-
meistaratitilinn í skák. Það hefur
gerzt í sambandi við þetta mót,
staka stofu, en slíkar stofur eru
hvorki til í menntaskólunum né í
öðrum æðri skólum hér á landi,
nema í háskólanum.
Efnafræðikennslan hér á landi
mun því ekki komast í viðunandi
horf fyrr en nýjar skólabygging-
ar með sérstökum tilraunastofum
fyrir efnafræði rísa af grunni“.
Hér ljúkum við svo þessu spjalli
og þökkum prófessor Steingrími
fyrir ánægjulega stund. Megi há-
skólinn og læknadeild njóta krafta
hans sem lengst og bezt. T