Læknaneminn - 01.12.1960, Blaðsíða 31
LÆKNANEMINN
31
RirsnöRNim-
P/mm
Jólaóskir — Kokkteilboð kandidata —
Fundarstaðir félagsins — Merkjasam-
kepjmin — Gömul tölublöð — Lofsverð
framganga.
•
Blaðstjórnin óskar öllum lesendum
blaðsins gleðilegra jóla, þrátt fyrir yf-
irvofandi próf hjá sumum. Á komandi
ári óskar hún öllum farsældar, lækna-
nemum góðra prófa og prófessorum
örlætis í einkunnagjöfum.
•
Til fyrirmyndar má telja nýbreytni,
sem Guðni Ólafsson h.f., umboðsmenn
Pfizer hér á landi, tóku upp sl. vor,
er þeir buðu nýbökuðum kandidötum
til hanastélsdrykkju. Lýsir slíkt höfð-
ingslund og góðum skilningi á þörfum
lestrarþreyttra vesalinga. Víst er um
það, að hér mættu önnur fyrirtæki
margt af læra.
•
Sú var tíðin, að fundir í Félagi iækna-
nema voru haldnir í matsal Gamia
Garðs. Ég minnist fyrstu fundanna, er
ég sótti þar, með nokkrum söknuði.
Árgangar hópuðu sig, hver við sitt borð.
Okkur ungviðinu varð tiðlitið í lotningu
yfir í suðvesturhornið, þar sem stjórn-
in sat, ásamt öðrum síðasta hluta
mönnum. Á þeim fundum sátu menn
í kaffihléinu með pípu sína og skegg-
ræddu við náungann yfir bolla af þol-
anlegu kaffi. Nú fara fundir fram í 1.
kennslustofu, líkastir kennslustund, án
kaffihlés og án þess andrúmslofts, sem
ríkir þar sem menn sitja andspænis við
borð yfir rjúkandi kaffibolla. Þegar ég
spyr, hvað valdi því, að breytt var um
fundarstað, er mér svarað, að kaffið hafi
þótt of dýrt og að salurinn hafi þótt
of lítill. Ég man aldrei til þess, að mér
hafi ofboðið kaffiverðið og heldur ekki,
að neinn hafi orðið frá að hverfa vegna
þrengsla. Deildin er sízt fjölmennari nú
en hún var, þegar fundir voru haldnir á
Garði, að því er virðist með góðum
árangri. Mætti ekki reyna að taka upp
aftur fundi á gamla staðnum, a. m. k.
suma þeirra? Emstaka tundur kynni að
verða of fjölmennur, t. d. fundir líkir
magakrabbasymposíunni í haust, en
aðrir vitum við, að eru aðeins sóttir
af nokkurn veginn ákveðnum fjölda
manna, sem Garður gæti vel ráðið við.
Ég veit, að ég er ekki einn um þessa
ósk, því að fleiri hafa látið í ljós við
mig sömu skoðanir.
•
Ég vil minna menn á samkeppni þá,
sem yfir stendur, um merki fyrir fé-
lagið. Keppnisreglur voru birtar í síð-
asta blaði. Ég hvet læknanema eindregið
til þátttöku í keppninni, sem aflað gæti
þeim glæsilegra verðlauna, jafnframt
því, að þeir reistu sér varanlegan minn-
isvarða í félaginu,
•
Fjármálaráðherra blaðsins og dreif-
ingarmeistari hitti mig að máli fyrir
skömmu og bað mig koma því áieiðis til
lysthafenda, að hann hefði í fórum sín-
um talsvert magn aldraðra tölublaða
Læknanemans. Þeir, sem vantar í safn
sit't einstök blöð eða vilja eignast sem
mest af þessu góða málgagni, ættu þvi
að snúa sér til hans, og kynni hann vel
að mega veita þeim nokkra úrlausn.
Fjármálaráðherrann er, sem kunnugt
er, Guðjón Sigurbjörnsson í III. hluta.
•
Eins og getið var í þætti þessum í
síðasta biaði, freistaði stjórn félagsins
þess að afla mönnum þeim, sem í loka-
próf fara í janúar n. k., réttinda til að
gangast undir hið bandaríska læknapróf
í marz. Þær gleðifregnir hafa nú bor-
izt, að viðleitni þessi hafi borið tilætl-
aðan árangur. Þakka ber stjórninni lofs-
verða framgöngu i máli þessu. PÁ