Læknaneminn - 01.12.1960, Blaðsíða 26
LÆKNANEMINN
2fí
að hafa einhverjar æfingar í org-
aniskri kemi. Þið lesið heila bók
í henni, en hafið ekkert verklegt.
Skilyrðin til þessa hafa auðvit-
að mikið batnað við að flytjast í
nýja húsnæðið, en samt er ég strax
orðinn hálfsmeykur við plássleysi,
sérstaklega ef stúdentum fjölgar
eitthvað að ráði“.
„Hvað um undirbúningsmenntun
stúdenta?"
,,Það er eitt helzta problemið,
að hér ægir saman stúdentum með
ólíka menntun, úr máladeild,
stærðfræðideild og verzlunarskóla.
Eins og stendur í formála bókar-
innar, sem kennd er, þá er hún
miðuð við stærðfræðideildarkunn-
áttu í eðlis- og efnafræði. f Dan-
mörku leysa þeir þetta vandamál
með því að senda máladeildarmenn
á kursus í elementer fysik og kemi
strax á fyrsta semestri, og ljúka
þeir þá heldur ekki efnafræðipróf-
inu fyrr en semestri á eftir hinum.
Mér skilst, að þetta hafi eitthvað
verið rætt hér, og þetta er mjög
aktuelt spursmál, sem leysa verð-
ur. Það er líka ákaflega erfitt fyrir
mig að haga kennslunni þannig,
að hún verði hvorki elementer fyr-
ir stærðfræðideildarmenn, né of
flókin fyrir hina. En ég vil taka
það skýrt fram, að með þessu er
ég ekki að draga kjark úr mála-
deildarmönnum, því að auðvitað
hefur það margoft komið í Ijós, að
duglegir menn brjótast í gegnum
þetta, en problemið er jafn óleyst
fyrir því“.
,,En svo maður víki nú að öðru.
Hvernig eru starfsskilyrðin ?“
,,Til þess að kennsla í efnafræði
geti verið fullnægjandi þarf aðal-
lega þrennt: Kennslustofu, þar
sem hægt er að hafa demonstrati-
onir jafnhliða fyrirlestrunum. En
til þess að það sé hægt þarf vatns-
lögn, vaskur og gaslögn að vera
í kennaraborðinu. Auk þess þarf
áhöld og geymslu fyrir þau, nema
stofan sé í beinu sambandi við la-
boratorium. Þetta vantar okkur
alveg. Annað grundvallarskilyrði
er rúmgott og vel búið laboratori-
um, og það má segja um þetta la-
boratorium okkar, að það sé enn-
þá allrúmgott og sæmilega búið
tækjum, a. m. k. til kvalitativrar
analysu. En til þess að hægt sé
að notfæra sér almennilega þetta
tvennt þarf hæfilegt starfslið.
Raunvísindin útheimta alltaf mikla
verklega kennslu, en hún þarf
mikið húsrými og mikla kennslu-
krafta, vegna þess hvað hún er
tímafrek. í Bandaríkjunum er
þetta leyst með „teaching assist-
ants“, eins og ég hef áður sagt.
Annars kemst ég ekki hjá því
að taka það fram, þegar talað er
um kennsluskilyrði, að þau eru
ólíkt betri hér við háskólann, en
við menntaskólana og aðra lægri
skóla. Verklega kennslan í mennta-
skólunum þyrfti að vera miklu
meiri. Hugsið þér yður, margir
stærðfræðideildarstúdentar kunna
jafnvel ekki að brjóta síupappír,
þegar þeir koma hingað. Svo er
það líka alltof algengt, að nem-
endur með allgóða teoretiska þekk-
ingu hafi einhvern veginn ekki lag
á að heimfæra hana upp á prakt-
íska hluti, og þetta stafar auðvitað
ekki af öðru en æfingarskorti".
„Nokkuð sérstakt, sem þér vild-
uð segja að lokum?“
„Til þess að gera efnafræði-
kennslu á íslandi sambærilega við
kennslu í öðrum löndum þarf fyrst
og fremst og gefa nemendum kost
á að gera eitthvað af tilraunum
í efnafræði. Þetta hefur ekki ver-
ið gert að ráði í æðri skólum, t.
d. menntaskólum, og stafar það
fyrst og fremst af húsnæðisskorti.
Fyrir efnafræðitilraunir þarf sér-