Læknaneminn - 01.12.1960, Blaðsíða 13
LÆKNANEMINN
13
hans sé hindruð (í beini og
brjóski).
Þar eð lifrin skilur alk. fosf. út
eftir öðrum leiðum en bilirubin,
og þar eð upphleðsla (retention)
enzymsins fylgir nákvæmlega
rennslistruflunum frekar en vef-
skemmdum, hefur magn alk. fosf.
í serum sýnt sig að vera bezti
mælikvarðinn á það, hve opnir
gallvegimir eru (factor of biliary
patency). Hið hækkaða serum-
magn, sem sést í virus og tox. hep-
atitis, er mest í fyrstu stigum sjúk-
dómsins, þegar lifrarbólgan og
þrýstingurinn inni í lifrinni eru
mest (mynd). Og tilhneigingin
er sú, að gildin fara lækkandi eft-
ir því sem lengra líður á sjúkd.,
nema í þeim fáu tilf. þegar bólgan
grípur yfir á gallvegi og stoðvefi
(cholangiolitiskur hepatitis og
cholangiolitisk cirrhosis).
Við langvarandi gallstíflur
sjást hæst gildi á alk. fosf.,
en jafnvel í þeim tilfellum fer
hann sjaldan yfir 50—60 B.
ein., hvort heldur stíflan er innan
eða utan lifrar. Hærri gildi en
þetta, sem sést hafa við granula-
tions breytingar í lifur v.
sarcoidosis eða tbc., benda frek-
ar til ofmyndunar í beinum en út-
skilnaðartruflunar (retention) í
lifur á enzyminu. Sannleikurinn er
sá, að offramleiðsla í bein-
um, eins og við Mb. Pageti,
hyperthyroidismus, beinkröm, os-
teosarcoma og v. osteoplastisk
meinvörp í bein (sérstaklega frá
prostata og brjósti), er ekki óal-
geng og takmarkar nytsemi prófs-
ins til ákvörðunar á lifrarsjúk-
dómum, þegar vitað er um ill-
kvnja sjúkdóm annars staðar í
líkamanum.
Hækkaður alk. fosf. hjá sjúkl-
ingum, sem ekki eru gulir, er sér-
lega mikilvægur og bendir til ó-
fullkominnar (partial) stíflu á gall-
vegum af völdum „þegjandi steins“,
þrengingar o. s. frv., fyrirferð-
araukningar í lifur (æxli, abscess
eða primer sjúkd. í periportalband-
vef). Jafnvel smáhækkun á alk.
fosf. samfara stækkaðri eða stækk-
andi lifur er að margra áliti indi-
kation fyrir könnunarkviðristu.
Alk. fosf. kemur einnig að not-
um við mat á eðli gulu, sem kem-
ur eftir notkun lyfja, sem mögu-
legt er að séu lifrareitur. f þeim
tilfellum, þar sem lifrarfrumu-
skemmdir (hepatocellular dam-
age) eru aðalbreytingarnar, hækk-
ar alk. fosf. oft alls ekki, eða
aðeins um stuttan tíma, en já-
kvætt cephalin flocculations próf
og hækkun á serum transaminös-
um finnst iðulega. Eituráhrif aft-
ur á móti af lyfjum eins og arsph-
enamini eða chlorpromazini, sem
valda gallstöðnun, einkennast af
hækkun á alk. fosf. og sjaldan af
frumuskemmdum.
Alk. fosf. er venjulega hækkað-
ur x biliaiy chirrhosis, í mörgum
bráðum og langvinnum sjúkdóm-
um í millifrumuvefjum lifr-
ar, en óeðlileg hækkun er meira
áberandi við sérhæfða sjúkdóma í
gallvegum, heldur en ef stoðvefur-
inn einn er sjúkur. Við portal
chirrhosis getur alk. fosf. verið
eðlilegur, en mismunandi mikil
hækkun sést í um það bil % til-
fella, og er talin eiga rót sína að
rekja til örmyndunar og nodular
proliferationar í og umhverfis
gallpíplur (radicles).
Serum transaminase mæling.
Það var mikilvæg framför í
rannsókn lifrarsjúkdóma, er sýnt
var fram á að ýms enzyme, sem
gegna hlutverki sínu innan marka
lifrarfrumanna, fara stundum út
í blóðið eftir frymisskemmdir (cy-
toplasma). Það er mikilsverð til-