Ferðir - 01.03.1940, Síða 3
F E R Ð I R
BLAÐ FERÐAFÉLAGS AKUREYRAR
1. tbl. Marz, 1940. 1. árg.
Avarp.
Góðir Félagar í F. F. A.
Þið fáið nú heim til yðar svolítið blað. Stjórn félagsins
hefir löngum þótt leitt að geta ekki náð til yðar, en mis-
jafnlega gengið með fundahöld, og vill því ræða við yður
á þenna hátt, því nauðsynlegt er starfsemi félagsins, að
allir meðlimir meðlimir þess geti fylgst með henni. Nú
gafst okkur tækifæri að senda þessa kveðju um leið og
ferðaáætlun sumarsins er send út. Væntum við þess að
nýbreytni þessari verði vel tekið, enda þótt við ekki get-
um látið blaðið hafa svo mikinn fróðleik að færa, sem
æskiiegt hefði verið. Ekkert er ákveðið um það, hversu
oft blaðið kemur út, það er háð fjárhag félagsins, en okk-
ur langar til að það gæti orðið einu sinni til tvisvar á ári.
Þetta fyrsta blað er sýnishorn þess hvert efnið verður,
þ. e. fréttir frá félaginu, umræður um viðfangsefni félags-
ins, og þegar unt er, stuttar leiðarlýsingar. Annars er að-
altilgangur blaðsins að vera tengiliður milli félaganna, og
minna þá á það og störf þess. Félagatalan er nú 300, en
hún þarf enn að aukast, svo að því vaxi starísmegin. Á
næsta ári verður það 5 ára. Ef allir félagsmenn legðu sig
fram væri þeim kleift að auka félagatöluna um 100 á
þessu ári, og væri til fallið að færa félaginu þá afmælis-
gjöf. Stjórn Ferðafélags Akureyrar.