Ferðir - 01.03.1940, Blaðsíða 6
4. blaðsíða
[Ferðir
þeim, er liggja suður frá vesturhorni Bæjarf'jalls1 og er þá
brátt komið suður á jaðar Hólasands, fylgja síðan sand-
brúninni alllangt suður með Gœsafjöllum, en beygja síð-
an upp að þeim sunnanverðum, er þá komið í mynni
Gœsadals, sem er einkennilegur sprungu- eða sigdalur,
umgirtur háum hömrum, vestanvert við suðurenda fjall-
anna. í dalnum eru 2 dálítil vötn og er sérkennilegt og
fallegt við þau. Suður úi Gæsadalnum má svo fara um
Víðidal og Slý til Mývatns. Þetta getur verið skemmtileg
gönguleið og má ganga á Gæsafjöll í leiðinni, ef tími
er til.
Önnur þægileg gönguleið til byggða, frá Þeistareykjum,
er niður að Geitafelli. Er þá fyrst haldið vestur að
Lambafjöllum og suður með þeim og í gegnum skarð,
norðan við syðsta hnjúk fjallanna, sem nefnist Gusti og
er skarðið heitið eftir hnúknum og kallað Gustaskarð.
Þegar komið er upp í ákarðið, sem er nokkuð bratt, blasir
við einstakur hnúkur, sem heitir Þverárhyrna, dálítið
vestar og er farið norðan við hann og síðan nokkurnveg-
inn beina leið í vestur niður að Geitafelli. Leið þessi er
varla ýfir 20 km. löng. i
í góðu veðri er dásamlega fagurt á Þeistareykjum,
einkum í nánd við sólstöður á vorin. Sólin gengur þá ekki
undir, en allt umhverfið vafið í grasi, því á Þeistáreykj-
um grær snemma og vel vegna jarðhitans. Sérstaklega er
þá heillandi að vera þar um miðnæturbilið 1 kyrru veðri,
þegar sólin situr við háfsbrún og geislarnir varpa alls-
konar litbrigðum á hálfgegnsæja gufustrókana, sem stíga
hægt og rólega upp af hverasvæðunum, en döggin glitrar
um allar grundir.