Ferðir - 01.03.1940, Síða 13
Ferðir]
11. blaðsíða
FJALLASKÁLAR.
(Framhald af bls. 6).
þótt um stutta ferð sé að ræða, og einkum er þó létt und-
ir með göngumönnum. Þá eykst öryggi ferðamannsins
eigi lítið, er hann að kveldi á það víst að koma að húsi
með hitunartækjum, þar sem hann getur þurrkað vos-
klæði og hefur hvílurúm að liggja í. Honum er því ekki
háski búinn, þótt skyndilega breytist veðurlag, svo ferð
hans teppist í bili. En það.veit gerst sá, er reynir, hve
notalegt er að liggja í þröngu tjaldi í illviðri fjarri
mannabyggðum.
Ein aðalhvötin til þess að Ferðafélag Akureyrar var
stofnað var sú, að vinna að því, að sæluhús yrðu reist á
öræfunum hér nyrðra og leiðir opnaðar þangað. Því að
enn þurfi um 1200 vinnustundir til að koma veginum upp
á fjallsbrún.
Ferðirnar sjö í Hafrárdal, eru allar að nokkru ætlaðar
til þessarar vegagerðar. Þó verða þær vafalaust skemmti-
ferðir. Það er ætíð skemmtilegt að ferðast um hinn fagra
Eyjafjörð. Þá mun ílestum þykja ennþá skemmtilegra
að sjá yfir þessa blómlegu sveit, af Hafráröxl eða
Tungnahnjúk.
Það er líka hugsjónablær yfir því starfi, að ryðja braut-
ir frá höfuðstað Norðurlands, upp á fjöll og suður til
jökla. Það væri gaman að komast í sumar með veginn á
Vatnahjalla. 1941 að Laugarfelli og 1942 á Sprengisand.
Má þá vænta þess að þar mættum við Sunnlendingum, og
þar með væri fenginn vegur yfir fjöllin.
Um leið og við skemmtum okkur, er ánægjulegt að geta
greitt fyrir skemmtiferðum sem síðar verða farnar.
Skemmtiferðastarfsemin byggist á þátttöku og hegðun
félaganna í ferðunum.
Við væntum vaxandi þátttöku og áframhaldandi
ánægju í ferðum félagsins,