Ferðir


Ferðir - 01.03.1940, Side 14

Ferðir - 01.03.1940, Side 14
12. blaðsíða [Ferðir vitanlegt var, að Ferðafélag íslands mundi einkum beina kröftum sínum að suðurhluta landsins, þar sem megin- styrkur þess er í Reykjavík. Staður sá, sem stjórn F. F. A. kom fyrst auga á í þessu efni var Herðubreiðarlindir. Ein fyrsta framkvæmd félagsins var að láta rannsaka um bílfæran veg þangað °g ryðja verstu höftin. Tókst það svo giftusamlega, að nú eru Herðubreiðarlindir fastur áfangastaður í einni af skemmtiferðum félagsins á hverju sumri. Þess skal í því sambandi þakksamlega getið, að vegamálastjóri ríkisins lét ryðja veginn s. 1. sumar, svo að hann er nú greiðfær að kalla. Með því er fyrsta áfanganum náð. Hins vegar hefur undirbúningur undir það, að sæluhús verði reist 1. Lindunum gengið hægt. Sæluhússjóður félagsins nemur nú kr. 1500.00, og er varla þriðjungur þess fjár, sem við- unanlegt sæluhús mundi kosta. Og ekki kemur annað til mála, en reisa gott hús í Herðubreiðarlindum. Það má að vísu segja, að stjórn félagsins hafi verið tómlát um a'ð safna fé til sæluhússins. En því er þar til að svara, að skoðun stjórnarinnar er, að félagið verði fyrst að leggja fram verulegan skerf áður en farið er að seilast ofan í vasa annarra, og einnig hitt, að öll fjársöfnun gengur treglega. Ef félagsmönnum fjölgaði enn svo um munaði, t. d. upp í 500, ykjust tekjur þess svo verulega, án þess að útgjöld hækkuðu að marki, að bráðlega yrði unnt áð byrja á sæluhússbyggingunni, og að henni lokinni undir- búa þá næstu, því að vitanlega verður ekki staðar numið þótt skáli sé. reistUr í Herðubreiðarlindum. Enn hefur ekki verið gerð teikning að hinu fyrirhugaða sæluhúsi né áætlun um það, en sú.er ætlun stjórnarinnar, að veggir þess verði hlaðnir úr grjóti, og steypt í þá, og að húsið rúmi um 20 næturgesti í hvílum. Við treystum því, að félagsmenn séu einhuga.um, að vinna að þessu starfi sem allra fyrst og þeir muni bregðast vel við, bæði um að safna nýjum meðlimum og eins um fjárframlög, ef til þeirra verður leitað í því efni. Þetta er mesta og merk-

x

Ferðir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ferðir
https://timarit.is/publication/1888

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.