Ferðir - 01.03.1940, Síða 17
Ferðir]
15. blaðsíða
leggja sig eftir slíkum athugunum, Þær muni krefjast
meiri þekkingar og meiri tíma en menn eigi almennt ráð
á. Satt er það að vísu, að nokkra undirbúningsþekkingu
þarf, en þó ekki meiri en svo, að hennar er hægt að afla
af bókum.
Eg vil nú, að þessu sinni, uðeins benda á tvö viðfangs-
efni, sem eru heppilegust byrjendum, þ. e. gróðurathug-
anir og fugla. Til gróðurathugana eigum vér ágæta
handbók, þar sem Flóra íslands er. Með lítilli æfingu má
læra að hafa hennar full not. Og brátt kemst notandi
hennar svo á lagið, að hann fær nafngreint flestar þær
plöntutegundir, sem hér va> a. Þá er honum ráðlegt að
byrja þegar á að safna plöntum og koma upp plöntusafni.
Síðan, þegar tegundaþekkingin er fengin, er hægt að færa
athuganasviðið út, taka þá t. d. að skoða vaxtarstaði teg-
undanna, gróðurfélögin o. fl.
Fuglalífið er einnig hentugt viðfangsefni. Þar hefur F.
í. gefið oss ágætt tæki í hendur með hinni prýðilegu Ar-
bók s. 1. ár, auk þess er til á íslenzku hin mikla fuglabók
Bjarna Sæmundssonar. Með aðra hvora þessa bók í hönd-
um er tiltölulega auðvelt að kynnast öllum hinum al-
gengustu fuglum landsins, og athugun á háttum þeirra og
lífi veitir oss margfalda ánægju.
En vér gerum meira en skemmta oss sjálfum með þess-
um hætti. Vér getum einnig lagt þar nokkurn skerf til
þekkingarinnar á náttúru lands vors, sem enn er víða
gloppótt. En þekking á náttúrunni er undirstaða þess að
geta fært sér gæði landsins í nyt.
Með línum þessum vil ég benda yður, góðir félagar, á
verkefni, sem liggur innan verkahrings félags vors, og
geta orðið yður til gagns og gleði. Ef til vill verður síðar
kostur á að ræða þetta mál nánar í félagsblaði voru, en i
bili vil ég aðeins geta þess, að ef einhverjir félagsmenn
fyndu hjá sér hvöt, til að sinna málum þessum, mun ég
fúslega veita þeim þær leiðbeiningar, sem í mínu valdi
stendur. Steindór Steindórsson frá Hlöðum.