Ferðir


Ferðir - 01.06.1958, Blaðsíða 4

Ferðir - 01.06.1958, Blaðsíða 4
2. blaðsíða [Fcrðir ÖRÆFALEIÐIR Er þessi leið fær? Er hægt að koraast þarna? Hvar liggur slóðin? Nú ætla Ferðir að gera tilraun til að svara þessum spurningum og segja, hvar bifreiðaslóðirnar liggja á Miðhá- lendinu. Það er ekki eins einfalt að setja þetta skýrt og ótví- rætt fram eins og búast mætti við í fyrstu. Snjór liggur lengi fram eftir eitt árið og klaki helzt í jörðu, en hið næsta vorar snemma. Lesendum Ferða mun vera þetta ljóst. Þeir þekkja duttlunga íslenzkrar veðráttu og vita, að ferðalög um ó- byggðir landsins verða ekki hnitmiðuð, hvorki hvað áhrærir stund eða stað, sem þau með járnbrautum erlendum. Ef gera ætti öræfaleiðunum veruleg skil, þyrfti að skyggn- ast um í sögu liðinna alda og rifja upp sagnir um vörður og vörðubrot, sem standa meðfram fjallvegunum gömlu. Víða Iiefur foksandur jafnað gjörsamlega yfir hestatroðningana. En skrifaðar heimildir lýsa þeim og staðsetja, svo sem Land- fræðisaga Þorvalds Thoroddsens, Hrakningar og heiðavegir, Árbækur F. í., svo nokkur verk séu nefnd. Hér í Ferðum hafa birzt greinar um fjallvegina: „Ur sögu vegamálanna“ eftir Þormóð Sveinsson, Ferðir 1944, „Haldið á brattann“ eftir Þorstein Þorsteinsson, Ferðir 1950, o. fl. Ferðatæknin hefur breytzt og breytist hratt, svo að sögu- lega séð virðist eðlilegt að tala hér um þrjú þróunarstig: 1. Fjallvegirnir gömlu, hestatroðningar. 2. Vegir eða öllu heldur vegleysur, sem kóklazt er nú á bifreiðum. 3. Vegir upphleyptir, sem byggðir verða í framtíðinni milli landshluta. í greinarstúf þessum skal einvörðungu fjallað um lið 2 og hversu ætla megi, að hann tengist við 3. þróunarstigið. Ritið Ferðir hefur oft áður flutt frásagnir af bifreiðum á öræfum og af fundum nýrra leiða. Það var 1939, sem Ferða-

x

Ferðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ferðir
https://timarit.is/publication/1888

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.