Ferðir


Ferðir - 01.06.1958, Blaðsíða 21

Ferðir - 01.06.1958, Blaðsíða 21
Ferðir] 19. blaffsíða FERÐAÁÆTLUN 1. ferð, 8. júní: Skagafjarðarför. Ekið að Silfrastöðum, um nýju brúna hjá Skeljungshöfða, að Merkigili. Gengið að Ábæ. Farið yfir Jökulsá í kláf, að Skatastöðum. Verður þá bifreiðin komin þangað. Heim um Tungusveit og Varmahlíð. Eins dags ferð. 2. ferð, 14,—17. júní: Herðubreiðarlinclaför. Ekið um Mývatnsöræfi í Herðubreiðarlindir. Gengið á Herðubreið. Kannað umhverfið, Upptyppingar, Kollótta dyngja o. fi. Fjögra daga ferð. 3. ferð, 2i.—22. júní: Skagaför. Ekið um Skagafjörð, Gönguskörð, Laxárdal, út Skaga að austan en inn að vestan að Skagaströnd. Heirn um Koluga- fja.ll. Einnig kemur til greina að aka að Giljá og heim um Reykjabraut. í leiðinni verður stanzað í Glaumbæ og byggðasafnið skoðað, ennfremur Ketubjörg o. fl. Tveggja daga férð. 4. ferð, 5.-6. júlí: Þeistareykjaför. Ekið um Húsavík, Reykjaheiði og að Þeistareykjum. Gengið að Vítunum. Ekið suður til Mývatnssveitar og heim, með viðkomu hjá Laxárvirkjun, ef tími vinnst til. Tveggja daga ferð. 5. ferð, 11.—13. júlí: Hólmatunguför. Ekið nm Húsavík og hina nýju leið umhverfis Tjörnes í Ásbyrgi. Þaðan að Hljóðaklettum, í Hólmatungur og heim um Mývatnssveit. — Tveggja daga ferð. Þó er ráð- gert að ferðin hefjist eftir vinnutíma á föstudagskvöld. 6. ferð, 19,—26. júlí: Austurlandsöræfi, hreinclýraslóðir. Ekið að Brú á Jökuldal, um Hrafnkelsdal, suður á öræfin. Gengið á Snæfell, ef veður leyfir. í bakaleið verður ekið frá Brú suður Laugavalladal að Kringilsá og Vatnajökli. Heim um Arnardal og Möðrndal. Sjö—átta daga ferð. 7. ferð, 30. júlí til 4. ágúst: Öskjuför. Ekið í Herðubreiðarlindir og suður til Dyngjufjalla.

x

Ferðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ferðir
https://timarit.is/publication/1888

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.