Ferðir


Ferðir - 01.06.1958, Blaðsíða 22

Ferðir - 01.06.1958, Blaðsíða 22
20. blaðsíða [Ferðir Gengið í Öskju og dvalizt þar, eftir því sem tími vinnst til. Heim um Dyngjufjalladal, Suðurárbotna og Græna- vatn. Til mála getur komið að fara leiðina öfugt, ef það væri talið heppilegra. Sex daga ferð. 8. ferð, 9,—10. ágúst: Þorvaldsdalsför. Ekið að Fornhaga. Gengið um Þorvaldsdal að Kleif. Á sunnudag kemur bifreið þangað. Heim um Árskógsströnd. Tveggja daga ferð. 9. ferð, 30.—31. ágúst: Flateyjardalsför. Ekið um Fnjóskadal og Flateyjardal að Brettingsstöðum og Jökulsá. Til athugunar er, hvort ferð þessi gæti ekki jafnframt orðið berjaferð. Tveggja daga ferð. ■' rj Ferðanefndin áskilur sér rétt til að breyta farardögum, ef það skyldi reynast lieppilegra eða nauðsynlegt einhverra Iiluta vegna. Þá er væntanlegum þátttakendum bent á, að láta formann ferðanefndar, Jón D. Ármannsson, vita með góðum fyrir- vara, í hvaða ferðum þeir hyggjast taka þátt, þar sem far- kostur getur orðið mjög takmarkaður. Þátttakendur leggi sér til tjöld og séu að öðru leyti vel út búnir með nesti, föt og skó. Hver ferð verður auglýst á sínurn tíma í blöðum bæjarins. Akureyri í marz 1958. Jón D. Ármannsson. Björn Baldursson. Björg Ólafsdóttir. Ólafur Jónsson. Björn Þórðarson.

x

Ferðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ferðir
https://timarit.is/publication/1888

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.