Ferðir


Ferðir - 01.06.1958, Blaðsíða 6

Ferðir - 01.06.1958, Blaðsíða 6
4. blaðsíða [Ferðir ari Einars, Jón J. Víðis, landmælingamaður, og Sigurður Jónsson frá Laug, sem ók bílnurn. Þórður bóndi Flóvents- son í Svartárkoti, sem var kunnugur Sprengisandsleið, eggj- aði þá félaga til fararinnar. Þessa sögu skal ekki rekja lengra að sinni, þótt fjölmargir aðrir hafi lagt gott til málanna, fundið nýjar leiðir og aukið við þekkingu rnanna á öræfun- um. Hér er birt teikning af Miðhálendinu með helztu bifreiða- slóðunum, eins og þær voru haustið 1957. Leiðirnar eru færar bifreiðum með drifi á öllum hjólum. í skýringu mynd- arinnar er lýst sérkennum hvers vegarhluta, en þeir eru 41 talsins. Vegalengdir eru mældar með kílómetramælum bif- reiða, oft við erfið skilyrði, og getur því skeikað nokkru. Reynt er að gera grein fyrii', hvenær að sumrinu hver ein- stakur vegarspotti verður fær. Sá hængur er á, að þetta er verulega breytilegt frá ári til árs. Hér hef ég lagt árin 1952— 1957 til grundvallar, en þá hefur yfirleitt vörað fremur snemma. I fersku minni er vorið 1949, en þá tók snjóa loks að leysa um 20. júní á þeim leiðuin, sem hér eru taldar færar í maí. Alltaf má búast við afbrigðilegum árum, ólíkum árun- um 1952—57, á annan hvorn veginn, þannig að vegirnir opnist löngu síðar eða nokkru fyrr. Þetta þurfa lesendur Ferða að hafa í huga, og því aðeins geta þeir haft meira gagn en skaða af tímaákvörðuninni. Ferðamaður, sem ferðast og starfar í anda ferðafélagssam- takanna, auðgar þekkingu sína og nýtur hressandi fjalla- loftsins, mun finna, að margt starfið kallar að inni á hinum ónumdu víðáttum. Það hefur verið og er markmið Ferðafé- lagsins, að ferðast beri þannig, að greiða götu þeirra, sem á eftir koma. Enn þurfa sveitir Ferðafélaga og annarra áhuga- manna aðkanna leiðir um fjallageimana áður en vegabótum verður einvörðungu kornið fyrir á jötu liins opinbera. Slóð- irnar, sem hér eru sýndar og farnar eru nú, eru með fjöl- mörgum krókurn og lykkjum. Sumir krókarnir eru til að lorðast keldur og kletta, en aðrir eru gjörsamlega óþarfir. Það er æði oft klöngrazt um stórgrýti en slétt vegarstæði ör- skammt frá, til ldiðar bak við næsta leiti. Af þessum sökum

x

Ferðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ferðir
https://timarit.is/publication/1888

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.