Ferðir


Ferðir - 01.04.1979, Page 3

Ferðir - 01.04.1979, Page 3
FERÐIR BLAÐ FERÐAFÉLAGS AKUREYRAR 1979 38. ÁRGANGUR HELGI HALLGRÍMSSON: Jarðsaga Glerárdals Fyrri hluti. (Uppbygging). Inngangur Glerárdalur er uppland Akureyrar, upprekstrarland fyrir sauðbændur bæjarins og skíðaland nafntogað. En Glerárdal- ur er líka eins konar inngangur í þann merkilega heim fjalla og firninda, sem liggur hér fast að bæjardyrum vorum. Á Glerárdal má lesa jarðsögu þessa mikla fjallabálks, sem spannar yfir jarðsögutímabilin Pliozen, Jökultíma og Nú- tíma, eða allt að einum tug milljóna ára aftur í tímann. Þar má lesa um uppbyggingu (stratigrafíu) hásléttunnar sem fjöllin eru leifar af, um niðurrif hennar stig af stigi og um mótun núverandi landslags. Jarðsaga Glerárdals er því í stórum dráttum einnig saga fjallabálksins milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar. Ymsir hafa kannað jarðsögu og jarðfræði Glerárdals og nágrennis og ritað um þau efni. Má þar sérstaklega geta um Þorkel Þorkelsson fv. veðurstofustjóra, sem kannað hefur Is- aldarmenjar og forn sjávarmál kringum Akureyri, Trausta Einarsson prófessor sem hefur kannað Isaldarmenjar á Gler- árdal og víðar á Miðnorðurlandi, svo og uppbyggingu berg- lagastaflans, Margréti Hallsdóttur jarðfræðing, sem athugaði minjar frá lokum Jökultímans í Glerárdal og nágrenni Akur- eyrar á árunum 1971-1973 og brezka jarðfræðinginn og kennarann Paul Sowan, sem kannaði berglagabyggingu Glerárdals á árunum 1972-1975

x

Ferðir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ferðir
https://timarit.is/publication/1888

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.