Ferðir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Ferðir - 01.04.1979, Qupperneq 6

Ferðir - 01.04.1979, Qupperneq 6
6 F E R Ð I R brotið flösku hér? Við tökum molana upp og skoðum þá nánar. Þeir eru yfirleitt kringlóttir og slípaðir og í þeim er mjög dökkleitt hálfgegnsætt gler. Við sannfærumst þó brátt um að þessir molar eru ekki ættaðir úr flöskum eða öðrum tilbúningi mannanna, heldur er þetta náttúrlegt gler, eitthvað svipað hrafntinnu. Jarðfræðingar kalla það bikstein og segja það vera glerkennt afbrigði af litgrýti (líparíti), sem hafi orðið til við hraða storknun hraunbráðs úr þeirri bergtegund. Venjulega storknar hraunbráðið þannig að í því myndast krystallar af þeim frumsteinum (steintegundum) sem mynda það og bergið verður þar af leiðandi kornótt og ógegnsætt. Sé storknunin rnjög hröð, vegna kælandi áhrifa frá vatni eða vindum, fá krystallar bergsins ekki tíma til að myndast heldur rennur bergið saman í glerkenndan massa, sem líta má á sem eins konar mjög þykkan vökva, enda er talið að í honum myndist krystallar með tímanum og þannig umbreytist hann smám saman í venjulegt berg. Sú umbreyting getur þó tekið nokkrar milljónir ára. Ef hraunbráðið storknar á yfirborðinu verður oftast til hrafntinna, en biksteinn ef storknunin gerist í göngum neðanjarðar. A þessum tveimur berggerðum er enginn veru- legur munur, nema tinnan er enn glerkenndari en biksteinn- inn og brotnar alveg eins og venjulegt gler, þ.e. með brotsári sem minnir á skel, en biksteinninn er mattari (með fituglans) og brotsárið oftast óreglulegt. Stundum er hann líka kornótt- ur og inniheldur vatn og kallast þá þerlusteinn. Við hitun fer vatnið úr honum og hann verður vikurkenndur. I grannlöndum okkar í Evrópu er hvorki til biksteinn né hrafntinna og því var eðlilegt að fornmenn nefndu þessar steintegundir gler. Má geta þess að önnur Glerá er innst í Eyjafirði og sú þriðja í Dölum vestur, en þær eru báðar á litgrýtissvæðum þar sem biksteinn kemur fyrir. Næst vaknar sú spurning hvaðan biksteinninn í Gleránni sé kominn. Um það þarf varla að fara neinar grafgötur, að hann sé ættaður ofan af Glerárdal, því að þaðan kemur áin. Þegar betur er að gáð tökum við líka eftir því að á eyrunum við ána

x

Ferðir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ferðir
https://timarit.is/publication/1888

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.