Ferðir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Ferðir - 01.04.1979, Qupperneq 14

Ferðir - 01.04.1979, Qupperneq 14
14 F E R » I R 2. Hlíðarskál er skálhvilft nokkur í Hlíðarfjalli, suður og upp af Skíðahótelinu. Eiginlega er skálin tvöföld, því að ofan við aðalskálina er önnur grynnri skál, og milli þeirra er stallur eða urðarhryggur, sem er í um 1050-1100 m hæð. Hjarnfannir liggja að jafnaði í báðum skálunum alit sumarið, einkum í þeirri efri og virðist þar vera virkur jökull, því að framan við hann er fyrrnefndur urðargarður. f urðarhrygg þessum finnst allmikið af koluðum viðarbútum (surtarbrandi), sem þó eru meira eða minna skemmdir af skriði grjóts og íss. Sverustu bútarnir eru um handleggs digrir. Einnig finnast þarna brot af hálf- koluðum mó(sverði) með vikurlögum á milli. I honum er mikið af jurtaleyfum, sem virðist mest vera starir og elftingar (ferg- in), ennfremur mýrajárn með blaðförum af sama tagi og hvítur leirsteinn sem virðist vera forn kísilgúr. Væri hann eflaust vænlegur til rannsókna þvi að finna má heillegar skeljar þörunganna í honum (5). Ekki hefur tekist að finna þessar lífrænu minjar í föstu bergi, en þær berast sennilega frarn undan jökulfönninni fyrir ofan hrygginn. Umhverfis fönnina eru móhellulög (sandsteinn) og gos-þursaberg, og móhella finnst einnig í fyrrnefndum brotum. Móhellulög þessi ná upp á brúnina norðanvert við skálina og mynda þar dálítinn hrygg. I þeim eru víða lárétt lög sem virðast vera vatnaset. Sýnist því augljóst að seint á tertíertímanum hefur verið stöðuvatn á þessum slóðum og mýrlendi umhverfis það. Eru þetta líklega hæstu vatnaminjar sem þekkjast hérlendis. Svipuð setlög (móberg) koma einnig fyrir í Reithólaskál- inni og í hlíðum Bægisárdals að vestan. Þau tilheyra að öllum líkindum litgrýtismynduninni, sem um verður fjallað hér á eftir og virðast einkum hafa myndast í útjöðrum hennar enda er efni þeirra mest aska og gosmöl. Ýmsum finnst ótrúlegt að svo mikill gróður sem hér var lýst frá Lambárdalsöxl og Hlíðarskál skuli hafa þroskast hér svo hátt til fjalla. Á þvi getur varla verið nema ein skýring, sú að hér hafi þá verið mun mildara loftslag en nú á tímum, enda þótt afstöðubreyting láðs og lagar gæti einnig hafa komið við

x

Ferðir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ferðir
https://timarit.is/publication/1888

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.